Stjörnur - 01.04.1951, Page 33
— Karen mun auðvitað fyrirgefa þér, Antoníó, hélt presturinn
áfram, — en þú verður að heita því, að leggja ekki á hana hendur
framar. Og þegar þú nú veizt með vissu, að þú getur treyst henni
fullkomlega, ætti það ekki að vera örðugt fyrir þig að vinna slíkt
heit.
Antoníó féll á kné fyrir framan prestinn. Karen sá, að hann átti
örðugt að koma upp orði fyrir geðshræringu og augu hans flutu
í tárum.
— Eg lofa því, sagði hann.
Presturinn lét hönd sína hvíla á höfði hans andartak.
— Rís þú á fætur, Antoníó, sagði hann. Svo sneri hann sér að
Karenu.
— Nú getur þú verið örugg og óhrædd. En hér eftir verður þú
í enn ríkara mæli, að sýna eiginmanni þínum ástúð og undirgefni,
eins og þú hefur heitið frammi fyrir augliti guðs, er þið voruð
saman vígð. Þú verður í einu og öllu að vera honum góð eiginkona.
Karen heyrði varla lengur hvað hann sagði, en hún laut ásjálf-
rátt höfði, og presturinn skyldi það svo, að einnig hún hefði beygt
sig undir vilja hans og fallist á sáttmála hans.
— Guð blessi ykkur bæði, sagði presturinn og brosti mildilega.
Svo fór hann.
Karen horfði á eftir honum hugsi. Þetta var í fyrsta sinn, sem hún
hafði séð hinn stranga siðavanda prest eyjarinnar brosa. Svo leit
hún á Antoníó, þar sem hann stóð eins og fagnandi drengur, sem
fengið hafði uppfylta sína heitustu ósk. Hún sá það á honum, að
í huga hans var ekki snefill af efa um það, að ekki væri allt eins
og það ætti að vera í milli þeirra. Fyrir stundu hafði hann haldið,
að allt væri glatað — en nú hafði presturinn fært honum eiginkonu
hans aftur heila á húfi — og þá var allt gott, og hamingjan brosti
við honum á ný, fegurri og dásamlegri en nokkru sinni fyrr.
Hann kom til hennar og vafði hana örmum. Hún fann hve hend-
ur hans voru heitar er hann strauk yfir brjóst henni. Sólin var að
koma upp og fyrstu geislar hennar ljómuðu upp herbergið, þar sem
þau stóðu. Hann vafði hana fastar að sér og varir hans leituðu
hennar. Hún reyndi að verjast atlotum hans, en það varð einungis
til þess, að gera hann ákafari. Svo tók hann hana í fang sér, bar
hana inn í svefnherbergið og lagði hana í rúmið.
Hún fann, að hann fór að hneppa frá henni klæðum, en henni
STJÖRNUÍ 33