Stjörnur - 01.04.1951, Page 35

Stjörnur - 01.04.1951, Page 35
— Það getur ekki verið satt, hrópaði Karen og greip náföl um hönd Lízettu. Hvenær skeði þetta? Lízetta hóf frásögn sína. Hún talaði mjög hægt. Það var nóttina eftir að Karen hafði farið út í bátinn til Lórenzós og Antoníó komið að þeim. Karen skildi hvernig í öllu lá. Þegar hún hafði flúið til prestsins um nóttina, myndi Antoníó hafa vaknað og saknað hennar. Þá hefði honum komið fyrst til hugar, að hún hefði leitað til Lórenzós, og farið til hans. Þá hefði þeim lent saman og allt hefði þetta verið um garð gengið, er hún kom heim aftur í fylgd prestsins. — Já, hann var trylltur af afbrýðissemi, sagði Lízetta. Hann réð- ist umsvifalaust á Lórenzó og særði hann banvænu sári með hníf sínum. Síðan hefur hann svifið milli heims og helju. En nú erum við að vona, að hann sé úr allri hættu. — Og hvar er hann? spurði Karen. — Hann liggur í húsinu hjá mér, svaraði Lízetta. Vinur hans einn annast vitann. Hann bað mig að reyna að ná fundi þínum, til þess að láta þig vita, hvernig sér liði. Hann elskar þig, og hann veit að þér hlýtur að líða illa hjá Antoníó, hann þykist vita að hann muni misþyrma þér. Hann biður þig að vera þolinmóða enn um hríð, unz hann verður svo hress, að hann getur talað við þig. Hann þráir ekkert heitar en að frelsa þig burt frá Strombólí. Blóðið svall í æðum Karenar. Svona hafði það þá verið. Antoníó hafði næstum því orðið Lórenzó að bana, og síðan hafði hann vafið hana örmum, strokið hana með sínum blóðugu höndum og komið fram vilja sínum. — Ef þú kemur hingað á þennan stað á hverjum degi, hélt Lízetta áfram, þá munt þú fyrr eða síðar fá nánari boð frá Lórenzó — eða hitta hann sjálfan. Karen fann að nú var teningunum kastað. Hún varð að velja á milli Antoníó og Lórenzós, og hún hafði raunar þegar valið. Hún varð að komast burt frá Strombólí, hvað sem það kostaði. — Segðu honum, hvíslaði hún, að ég voni, að hann verði brátt heill heilsu. Segðu að ég bíði þess með eftirvæntingu að hitta hann. Lízetta kinkaði kolli og leit hæðnislega í kring um sig. — Nú verð ég að fara að fara, sagði hún. Ef frænka hans Antoníós yrði okkar vör, myndi illt af því hljótast. ST|ÖRNUR 35

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.