Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 38

Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 38
Hún horfði á hendur sínar. Þær voru litlar, þriflegar, hreinar og vel snyrtar, neglurnar voru lakk- aðar. Þetta voru ekki vinnuhend- ur, svo hún gat varla verið fátæk, eða margra barna móðir. — Og hún hafði séð það í spegl- inum að hún var ung og falleg kona. Ó, hversu undarleg tilfinn- ing hafði það ekki verið, að sjá sjálfa sig í spegli í fyrsta sinn. Og hún hafði aldrei ætlað að áræða að líta í spegilinn af ótta við að sjá aðra mynd en hún vildi, —1 en þegar hún hafði gert það, hafði hún brosað fagnandi framan í sjálfa sig — og það var vegna hans — læknisins unga. — Þá hafði hún ekki vitað að hún var gift kona. Vitneskjan um það, var henni sem reiðarslag. ★ HUN beið í eftirvæntingu. Senn var klukkan orðin þrjú. Nú vant- aði hana aðeins 15 mínútur. Þá opnuðust dyrnar og ungi læknir- inn kom til hennar. Hann settist á stól við rúmið hennar. Hún virti hann fyrir sér með mikilli eftir- væntingu. Hún fann, að hann myndi ætla að segja henni eitt- hvað mikilsvert. — Nú verðið þér að vera eins róleg og yður er unnt, sagði hann. — Kemur maðurinn minn? spurði hún. Hann kinkaði kolli og tók um úlnlið hennar, til þess að finna 38 ##* æðasláttinn. Hún horfði á hið al- varlega andht hans. Og á þessari stundu hófst harmsaga þeirra beggja í hæð sína og dýpt. Hér lá hún og var yfir sig ástfangin af honum. — Og hann. — Hún var ekki lengur í neinum vafa — hann var það einnig í henni. Hún hefði verið blind, ef hún hefði ekki skynjað það á þessari örlaga- stund. Hún var gift kona og eftir andartak myndi eiginmaðurinn koma. — Þér heitið Margrét, hálf- hvíslaði læknirinn. Rifjar það nokkuð upp fyrir yður? — Margrét? En á þessari stundu var henni um megn að hugsa. Og þó, þó var eins og eitthvað gerðist ósjálfrátt í hug hennar, eins og smálækir streymdu að einu sama fljóti. En þó var allt hjúpað hinni sömu þoku. — Þér eigið heima, ásamt manni yðar, í litlu rauðmáluðu húsi. Umhverfis það er fallegur garður, vafningsjurtir vefjast upp að þakskegginu við dyrnar — og í körfu í anddyrinu liggur lítill, svartur hundur, sem heitir Teddy. Hún gat ekki slitið augu sín af andliti hans. Hún vissi varla, hvort það sem hann sagði, voru hans eigin orð eða myndir, sem lamaður hugur hennar sá á tjaldi minninganna. Hann hélt áfram að tala. Hún hlustaði sem í leiðslu.

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.