Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 40
Ungur piltur, ættaður úr Breiðafjarðareyjum, nú til heimilis í
Arnarfirði, hefur sent okkur þessa sögu. Hann er ekki fullra 16 ára.
Við þökkum og trúum ekki öðru en að hér sé á ferðinni rithöfundarefni
/
Uppfinningamaðurinn.
Smásaga eftir HAFÞÓR.
„Heill og sæll, garali vinur, alveg kcm-
urðu mátulega. Ég er sem sé alveg að
ljúka við nýjustu uppfinninguna mína“.
Alfreð Holgeirsson heilsaði Jónasi Jóns-
syni vini sínum með þessum orðum. Hann
rak höfuðið inn úr dyrunum á rann-
sóknarstofunni hans.
— Nú, og hvað er það svo sem? spurði
Jónas og gekk til vinar síns. Hami sá, að
hann hélt á litlum, flötum kassa í hönd-
unum, sem var með ýmsum götum og
tökkum, en ek,ki stærri en svo, að mátti
fela liann í höndurn sér.
— Sjáðu þennan litla kassa, sem ég
held á, hrópaði Alfreð. Hann var í
óvenju góðu skapi þessa stundina. — Get-
ur þig grunað til hvers ég ætla að nota
hann?
— Nei, fari það hoppandi. Ég hef ekki
hugmynd um það, svaraði vinur hans.
— Nei, það er ekki von, að þú vitir
það. En t rauninni er þetta afar marg-
ljrotið tæki, miðað við stærðina, en ég
keppti líka að því rnarki, að hafa það
nógu lítið, því ég þarf að nota það í
vissum tilgangi. — Sjáðu til, þetta er al-
veg ný gerð af hljómupptökutæki, ekki
ósvipað því, sem notað er við kvikmynda-
gerð, aðeins miklu minna og handhæg-
ara. Ég býst við að fá mikla peninga
fyrir einkaleyfið. — Sko, sjáðu þessa
glæru pappírsræmu, þarna, sem er vafin
upp á spólurnar hérna. — Þetta sést alit
í gegnttm gler, sem er ofan á tækinu. —
40 *##
hessi pappír er eins konar filma — og á
hana kemtir hljóðið, skilurðu? Hún snýst
fyrir þessu litla klukkuverki hérna, og
svo er hér örþunn plata, sem liljóðöld-
urnar skella á og hún hefur áhrif á
einskonar penna, sent síðan ritar hljóð-
sveiflurnar á pappírsræmuna,. — Það
verða aðeins lítil svört strik, rétt eins og
við hljómupptökur í kvikmyndum.
— En svo er hérna annað tæki, stærra
en þetta. Hann benti á það á borðinu.
— Og það er ætlað til að framkalla
„hljóðið af pappírsræmunni og það er
dálílið margbrotnara og gengur fyrir raf-
rnagni. Og þetta litla tæki þarfnast einn-
ig áhrifa frá rafmagni, en til þess nota ég
litla rafhlöðu, sem má festa hérna. Hvern-
ig lízt þér á, kunningi?
— Já, ég verð að játa, að þú ert ein-
stakur snillingur og uppfinningamáður.
En þú sagðist ætla að nota þetta í ákveðn-
tim tilgangi. Hvað áttirðu við með því?
Alfreð brosti lítið eitt og svaraði:
— Já, það er nú reyndar mitt einka-
leyndarmál, kunningi, en af því að við
erum sérstakir vinir — og trúnaðarvinir
meira að segja, — þá ætla ég að segja þér
frá þessu. Það er nefnilega viðvíkjandi
konunni minni. Ég hef stérkan grun unt,
að hún sé mér ótrú, — þótt ég að vísu
hafi enga vissu fyrir því. En ég ætla að
útvega mér þessa sönnun með þessu tæki
mínu. Ég kem því fyrir í húsinu ein-
hversstaðar og fer st'ðan í smáferðalag
•V