Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 53

Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 53
★ Hflft fifrir sfltt. ★ Mannlýsing í litvarpi. FYRIR SKÖMMU siðan leigði ungur og skemmtilegur maðUr herbergi lijá konu einni í litlum þýzkum bæ. Þótti konunni mjög mikið varið í leigjanda sinn. Hann lifði kyrrlátu og rólegu iífi og þareð hann hafði mjög gaman af útvarpi, fékk hann við og við að koma inn í stofuna henn- ar og hlusta. Kvöld nokkurt sátu þau og hlustuðu á söngleik og skemmtu sér vel bæði tvö. Ungi maðurinn hafði séð söngleikinn í leikhúsi, og hann lýsti nú nákvæmlega fyrir húsmóður sinni öllu fyrirkomulagi leiksins á leiksviðinu og konan hafði m jög gaman af því. Þau fóru líka að tala um það, hvað ágætt það væri með útvarpið, sem mætti nota til þess að auglýsa eftir glæpamönn- um. — En, sagði ungi maðurinn, er í raun og veru hægt að þekkja fólk á þeirri lýsingu, sem gefin er a£ þeim í útvarp? Ég hugsa að það sé mjög erfitt .... Húsmóðirin hélt því aftur á móti fram, að það væri hreint ekki svo erfitt, lýs- ingarnar væru svo nákvæmar, að glöggt fólk gæti auðveldlega þekkt þá eftir þeim. I þögninni milli tveggja þátta las þul- urinn upp tilkynningu frá lögreglunni. Það var mjög spennandi lýsing á æfin- týrum ungs manns nokkttrs, scm létist vcra hjá líftrvggingarfélagi og hefði hann narrað fjölda fólks til að tryggja sig. Þegar hann væri búinn að dvelja um tíma á einum stað, hyrfi hann burt, án þess að nokkur vissi og byrjaði á sama hátt einhversstaðar annarsstaðar. Og svo las hann upp lýsinguna af manni þessum! Þulurinn skýrði nákvæmlega frá útliti hans, yfirvaraskeggi, augum og klæðnaði. Ennfremur tók hann það fram að mað- urinn væri í brúnum hnébuxum, nokkuð óvenjulegum. — Mynduð þér geta þekkt mann eftir þessari lýsingu, spttrði ungi maðurinn og brá sígarettunni upp að vörum sér, um leið og hann strauk bláu fínu fötin sín. — Já, því býst ég við, svaraði húsmóð- irin. Ungi maðurinn hló með sjálfum sér, því það var hann, sem verið var að lýsa eftir. En hann hafði rakað af sér yfir- varaskeggið, hann hafði fengið sér gler- augu og kevpt sér blá föt. Og nú sat hann hjá húsmóðurinni, sem ekki þekkti hann. Það var því ekkert undarlegt, þótt hann brosti með sjálfum sér. — Eigum við að búa okkur til kaffi? Væri ekki hressandi að fá sér kaffi- sopa? spurði húsmóðirin. — Fvrirtak, mælti ungi maðurinn. FIús- móðirin fór fram í eklhúsið til að setja upp kaffivatnið. En litlu seinna kom hún inn aftur og sagði: STfÖRNUR 53

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.