Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 154
152
Goðasteinn 2010
sameinast um. Ég skal viðurkenna að sjálfri fannst mér þetta snjöll hugmynd
og í þessari kirkju sá ég fyrir mér að myndi rúmast góð aðstaða til fræðslustarfa
sem allt prófastdæmið gæti nýtt sér og þannig yrði Oddastaður aftur miðja
fræðslu og uppeldis innan kirkjunnar í héraði.
Í nóvember 2005 var nýtt Safnaðarheimili Oddasóknar tekið í notkun. Var
það mikil bylting fyrir söfnurðinn og allt safnaðarlíf. Var Oddastefna haldin
þar fyrir ári síðan og þau sem þar voru þekkja því umhverfið. Þar er öll að-
staða til fyrirmyndar, þar og á Hellu fer fram nánast allt safnaðarstarf á meðan
helgihaldið er í kirkjunni sjálfri. Á Hellu hefur prestum ekki verið úthýst úr
skólakerfinu og fæ ég að koma í leikskólann vikulega og vera með það sem
kalla mætti sunnudagaskóla. Á milli kirkjunnar og skólayfirvalda er mikið
og gott samstarf. Í Safnaðarheimilinu fer fram fermingarfræðsla, kóræfing-
ar, barnakórs, stúlknakórs og kirkjukórs. Þar er einnig foreldrasamvera eða
mömmumorgnar eins og það kallast nú oftast. Þar er skrifstofa sóknarprest
og organsita. Auk þess fá inni fundir AA samtakanna og annarra samtaka sem
vinna að sömu málefnum. Í Safnaðarheimilinu er því mikið starf og fyrir hvern
veturinn verður dagskráin í raun þéttari og meiri og oft komast færri að en
vilja.
Stórleitar hugmyndar um byggingar á fallegum og sögufrægum stöðum
ganga oft þvert á þá þróun mála og raunverulega þörf þeirra sem eiga rétt á
þjónustunni frá staðnum. Nú er það ekki flóknara en svo að fjölmennustu guðs-
þjónustur sóknarinnar eru í Safnðarheimilinu á Hellu, þar sem mánaðarlega
eru barna- og fjölskylduguðsþjónustur, þá kemur öll fjölskyldan saman, afar og
ömmu og mikill hluti fólksins kemur gangandi.
Það verður þó ekki dregið á dul að helgidómurinn, Oddakirkja verður alltaf
sérstök og einstök í hugum svo margra. Ég verð að játa að á þeim þremur árum
sem ég hef þjónað í Odda hafa hugmyndir mínar um staðinn breyst og þróast í
samræmi við mannlífið og ómeðvitaðar óskir safnaðarins. Mér varð á orði einu
sinni við börnin þegar ég að fara að skíra að segjast vera á leið í vinnuna, dóttir
mín var fljót að segja: ,,Nei, mamma það er ekki vinnan þín, þú vinnur í Safn-
aðarheimilinu.” Þetta segir margt um eðli þjónustu prestsins en einnig finnst
mér þetta segja margt um þróun kirkjustarfs í prestakallinu.
Við stöndum á tímamótum eru orð sem víða hljóma í dag. Það er staðreynd
að fjármagn er ekki eitthvað sem verður á lausu eða auðvelt aðgengi að næstu
árin, því er það öruggt að stór héraðskirkja í Odda er að mínu mati fjarrænn
draumur. Einmitt nú finnst mér einnig að ekki nokkur kirkja sama hversu stór
hún er rúma þá miklu helgi sem kirkjan okkar eins og hún er í dag nýtur og
geymir.