Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 203
201
Goðasteinn 2010
stjórn Búnaðarfélags Fljótshlíðarhrepps, í stjórn Kaupfélags Rangæinga, for-
maður ungmennafélagsins Þórsmerkur, formaður skólanefnd, sat í sóknarnefnd,
í stjórn Kirkjukórs Fljótshlíðar, var formaður Gróðurverndarnefndar Rangár-
vallasýslu, sat í sveitarstjórn Fljótshlíðarhrepps, í sýslunefnd, í sáttanefnd, sat í
varastjórn MBF, formaður ritverksins Sunnlenskar byggðir og sat í útgáfustjórn
Goðasteins. Oddgeiri var veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
fræðastörf og eflingu íslensks handverks árið 2003.
Útför hans fór fram frá Breiðabólstaðarkirkju 22. ágúst 2009.
Sr. Önundur Björnsson
Ottó Eyfjörð Ólason, Hvolsvelli
Ottó var fæddur 19. ágúst 1928 í húsi sem nefnt var
Eskihlíð í Vestmannaeyjum. Hann lést á Dvalarheim-
ilinu Kirkjuhvoli þann 31. maí 2009. Foreldrar hans
voru hjónin Óli Kristinn Frímannsson skó- og söðla-
smiður og Sólveig Eysteinsdóttir, húsmóðir. Albróð-
ir Ottós er Elías Eyberg, bifvélavirki á Hvolsvelli, f.
1930. Óli og Sólveig skildu þegar þeir bræður voru
enn á unga aldri. Síðar giftist Sólveig Karli Péturssyni
bónda á Skammbeinsstöðum í Holtum. Systkini Ottós
sammæðra og börn Karls eru Auður Karlsdóttir f. 1938 og Pétur Viðar Karlsson
f. 1941, d. 2007.
Ottó var 11 ára þegar hann fluttist með móður sinni og yngri bróður frá Vest-
mannaeyjum að Skammbeinsstöðum. Næstu 5 árin var Ottó við nám og hefð-
bundin sveitastörf á Skammbeinsstöðum en 16 ára gamall fór hann að heiman
til ýmissa starfa til sjávar og sveita.
Hann varð snemma sjáfbjarga og útsjónarsamur og meðal þess sem hann
tók sér fyrir hendur til sjálfsbjargar var að prjóna sokka og rækta kartöflur og
selja. Ungur réð Ottó sig á áttæring gerðan út frá Hjalla í Ölfusi og var jafnframt
gegningamaður á búinu Þorlákshöfn. Trúlegast hefur sú vertíð verið ein sú síð-
asta hér a landi þar sem róið var á áraskipum.
18 ára gamall kynntist Ottó 16 ára gamalli snót frá Giljum í Hvolhreppi sem
síðar átti eftir að verða eiginkona hans, Fjólu Guðlaugsdóttur. Fljótlega eftir
þau kynni fluttist hann til Hvolsvallar og tók unga parið til óspilltra málanna
um að leggja drög að framtíðinni. Í því augnamiði sóttu þau um byggingarlóð
á Hvolsvelli sem ekki gekk átakalaust að fá og leystist ekki fyrr en tveir þing-
menn rangæinga skárust í leikinn.