Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 198
196
Goðasteinn 2010
Lovísa Anna Árnadóttir
Lovísa Anna Árnadóttir fæddist að Neðra-Seli í Land-
sveit 24. nóvember 1920. Foreldrar hennar voru Árni
Sæmundsson og Margrét Loftsdóttir. Er Lovísa var árs-
gömul fluttust hún með foreldrum sínum að Snjallsteins-
höfðahjáleigu og bjó fjölskyldan þar til ársins 1938 er
þau fluttu að Bala í Þykkvabæ. Lovísa var elst 6 systkina,
þau eru í aldursröð: Sæmundur fæddur 1924, látin 1944,
Sigríður Theodóra fædd 1926, látin 2004, Svava Þuríður
og Guðlaugur, fædd 1927 og Rut fædd 1933.
Skömmu eftir að fjölskyldan fluttist í Þykkvabæ kynntist Lovísa Óskari
Gíslasyni frá Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ, hann var fæddur 1918, látin 2001. For-
eldrar hans voru Gísli Gestsson og Guðrún Magnúsdóttir. Lovísa og Óskar hófu
búskap í Reykjavík 1940 og 28. september ári síðar gengu þau í hjónaband. 1943
fluttust þau aftur í Þykkvabæ er þau keyptu Húnakot. Þau eignuðust 4 börn sem
eru í aldursröð: Árni fæddur 1940, kvæntur Guðmundu Sigurðardóttur, þau eiga
þrjú börn, átta barnabörn og eitt barnabarnabarn. Gísli Garðar fæddur 1942,
kvæntur Sigrúnu Ósk Bjarnadóttur, þau eiga þrjú börn og níu barnabörn. Katrín
fædd 1944, gift Gunnari Alexanderssyni, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn.
Margrét Auður fædd 1958, gift Pétri Kúld, þau eiga þrjá syni.
Í Húnakoti stunduðu þau hjónin almennan búskap og voru sömuleiðis kart-
öflubændur. Lovísa var húsmóðir og gestrisin á heimili sínu. Hún var mikil
hann yrðakona, vann listavel öll sín verk. Lovísa fór um héraðið og hélt saum-
anámskeið í sveitunum og sjálf saumaði hún mikið. Hún kenndi handavinnu við
Barnaskóla Þykkvabæjar. Í Þykkvabæ starfaði hún með Kvenfélaginu Sigurvon
og var um tíma formaður þess.
Lovísa og Óskar fluttu frá Húnakoti í Grænumörk 5 á Selfossi 1994. Þar fékk
Lovísa tækifæri til að vinna áfram að hannyrðum sem hún sinnti fram undir það
síðasta, hvort sem það var að prjóna stóra dúka, telja út eða vinna jólagjafirnar
eins og hún gerði alltaf á alla fjölskylduna. Hún fékk einnig tækifæri til að að
spila Bridge og var hún vinsæll spilafélagi.
Lovísa var ákveðin kona, lét sig flest varða og hafði á hlutunum skoðanir, hún
var viljasterk, dugleg og rösk til vinnu. Hún var einnig lítillát og sjálfri sér nóg.
Afkomendum sínum var hún traust og góð.
Í september 2008 fluttist Lovísa að Fossheimum á Selfossi. Fram á síðustu
stundu var hún með skýra hugsun og fylgdist með öllu. Hún lést á á Fossheimum
6. janúar 2008. Útför hennar var gerð frá Þykkvabæjarkirkju 17. janúar 2008.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir