Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 148

Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 148
146 Goðasteinn 2010 mína í Odda tók ég upp samstarf við leikskólann Heklukot á Hellu, heimsótti börnin þar vikulega og hafði fyrir þau fræðslu og helgistund, og 6-12 ára börn hitti ég jafnoft á virkum dögum í skólanum. Þetta tryggði gagnkvæm kynni prestsins við yngsta sóknarfólkið, en kemur þó ekki í staðinn fyrir eðlilega kirkjusókn fjölskyldunnar allrar. Kristilegt unglingastarf fyrir allt prófasts- dæmið sameiginlega sá Sigurður Grétar Sigurðsson guðfræðinemi um nokkra vetur, en síðan samdi Oddasókn við KFUM og K um að annast reglubundið kristilegt æskulýðsstarf á Hellu. Fermingarfræðslan var alla tíð fyrirferðarmikill þáttur í starfinu, en ferm- ingarbörnin hitti ég vikulega í skólunum allan veturinn, auk þess sem þeim var jafnan ætlað nokkurt hlutverk í helgihaldinu þann tíma. Flest fermdi ég 35 börn í prestakallinu árið 1995. Gömlu fólki og einstæðingum reyndi ég að sinna eftir föngum, og kom á föstum heimsóknartímum á dvalarheimilinum Lundi á Hellu og Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Þar voru einnig haldnar guðsþjónustur með reglulegu millibili, svo sem forveri minn hafði haft. Mikil og kærkomin aðstöðubót varð til kirkjulegrar þjónustu á Lundi, þegar kapella heimilisins var vígð á jólaföstunni 2002. Lundur átti sér vísan samastað í hjarta fjölskyldu minnar, því þar starfaði Jóhanna kona mín sem hjúkrunarforstjóri frá 1995 til 2006, að undanskildum vetrinum 2003- 2004 þegar við dvöldum í borginni St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum. Stórólfshvolssókn var færð undan prestakallinu um mitt ár 1996 og lauk þá 5 ára þjónustu minni við Stórólfshvolssöfnuð. Sú samfylgd var ánægjuleg og áfallalaus að mínum dómi, en frá upphafi veru minnar eystra lá engu að síður fyrir að sókninni var ætlað að flytjast yfir til Breiðabólsstaðarprestakalls, eins og fyrr var getið, og því vitað fyrirfram að okkur væri ekki skapað nema skilja. Í tvö og hálft ár, frá 1. júlí 1996 til ársloka 1998 var Oddaprestakall því aðeins tvær sóknir með um 850 sóknarbörn og munaði mikið um hve léttari þjónustan var, sérstaklega á stórhátíðum. Í ársbyrjun 1999 var Þykkvabæjarsókn (áður Há- bæjarsókn) bætt við Oddaprestakall, og fjölgaði þá á ný um rúmlega 200 manns í kallinu. Sú viðbót var mér kærkomin, og sambúð mín við Þykkbæinga var með mestu ágætum, þó ég segi sjálfur frá. Margt var unnið af miklum mynd- arbrag í Þykkvabænum, fannst mér, og lýsing séra Matthíasar á „hrossætum á hundaþúfum” fannst mér ekki eiga við undir aldamótin 2000. Skólahald átti sér langa sögu í Þykkvabænum, og þar var þá starfandi grunnskóli fyrir yngra aldursstigið, frá 6-12 ára, og voru tæplega 40 börn í skólanum um aldamótin, en fækkaði hratt og rétt fylltu postulatöluna þegar skólinn var lagður niður og sameinaður grunnskólanum á Hellu 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.