Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 209
207
Goðasteinn 2010
um sem kunni svo vel að meta fæðið og fljóðið að hann brá sér á biðilsbrókina,
fékk áheyrn og fór með ótvírætt samþykki af þeim fundi. Sá heitir Ólafur Ólafs-
son og gengu þau Rannveig í hjónaband í Hábæjarkirkju í Þykkvabæ hinn 29.
okt. 1955.
Fyrsta heimili sitt stofnuðu þau á Rauðalæk þar sem Ólafur starfaði sem útibús-
stjóri Kaupfélags Rangæinga og Rannveig við afgreiðslustörf hjá sama fyrirtæki.
Ólafur og Rannveig eignuðust fjögur börn; Ólaf, Baldvin Guðna, Ástu Höllu og
Ingibjörgu Ýr. Árið 1957 var Ólafur ráðinn sem fulltrúi kaupfélagsstjóra KR og
fluttu þau þá aftur á Hvolsvöll. Rannveig helgaði sig heimilinu og drengjunum
sínum sem þá voru einir fæddir. Árið 1959 var svo Ólafur ráðinn sem kaupfélags-
stjóri í Ólafsfirði og undi Rannveig þar hag sínum vel, enda komin á æskustöðvar
sínar þar sem bjuggu foreldrar hennar, systkini og æskuvinir. Það má hverjum
manni vera ljóst sem til Rannveigar þekkti hversu hugur hennar stóð alla tíð
til Ólafsfjarðar, hvernig fjörðurinn fagri stóð henni ljóslifandi í hugskoti sem
paradís á jörðu.
Eftir tæpra sex ára dvöl í Ólafsfirði var Ólafur ráðinn kaupfélagsstjóri Kaups-
félags Rangæinga með búsetu á Hvolsvelli. Lengst af bjó fjölskyldan í bústað
kaupfélagsstjóra við Hlíðarveg 15 hér á Hvolsvelli.
Rannveig og Óalfur ráku Gistiþjónustuna, sem síðar varð Hótel Hvolsvöllur,
í allmörg ár við góðan orðstýr og vann Rannveig meira og minna við hana með-
fram krefjandi húsmóðurhlutverki sínu.
Þegar börnin voru vaxin úr grasi hóf Rannveig verslunarstörf að nýju og
stundaði þau meðan heilsa leyfði. Reyndar hafði hún átt við langvarandi heilsu-
brest að stríða en lét ekkert buga sig.
Rannveig var söngelsk kona og söng og starfað mikið með Samkór Rang-
æinga, en hún átti aðild að stofnun hans. Einnig söng hún í Kvennakórnum
Ljósbrá. Hún var virkur félagi í starfi eldri borgara hér í sýslu og var þar gerð að
heiðursfélaga fyrir óeigingjarnt starf með manni sínum, einnig tók hún óbeinan
þátt í starfsemi Rótarýklúbbs Rangæinga og Samvinnuhreyfingarinnar.
Rannveig og Ólafur reistu sér sumarbústað í landi Syðstu-Merkur hvar þau
nutu sín vel við ræktunarstörf, jafnt trjáa sem blóma. Fyrir ræktunarstörf sín
hlutu þau sérstaka viðurkenningu sveitarfélagsins. Þess má geta að í Rannveigu
bjó frumkraftur veiðimannsins, því fátt fannst henni jafn skemmtilegt og að
renna fyrir fisk, hvort heldur það var í sjó, ám eða vötnum og var eftir því tekið
hve fengsæl hún var.
Rannveig og Ólafur ferðuðust mikið um heiminn, kannski meira til staða þar
sem sólarglætu var von en annarra, því að sólin og hitinn linuðu ýmsa verki.