Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 158
156
Goðasteinn 2010
við, hversu mikilli ósanngirni eða rangindum sem þeir voru beittir. Það verður
að skoða Kirkjulækjardóminn um Goðaland og aðra dóma sem á eftir fóru í
ljósi þess.
Eftir Lögréttudóminn hafa bændurnir sem bjuggu á konungsjörðunum, hald-
ið áfram að nota Goðaland til beitar og presturinn á Breiðabólstað því ekki haft
þau not af því, sem til var ætlast með Kirkjulækjardómnum.
Þann 15. júní 1720 fer fram vitnastefna að Holti undir Eyjafjöllum, að ósk
prestsins á Breiðabólstað sr. Þorleifs Arasonar um Goðalandsafrétt. Þar mæta
nokkrir bændur úr hreppnum. Til er hluti af bókun þeirri sem gerð var á vitna-
stefnunni, þar er þetta meðal annars: „Framlagði Halldór Magnússon sitt inn-
legg í hvörju hann óskar að metist hvört sér beri hér um að vitna því sé það
prestsins ástæða að átelja vegna kirkjunnar að Breiðabólstað þann afrétt sem
eystra parti Eyjafjallasveitar eignaður sé og af ábúendum þar hefur um langan
aldur brúkaður verið. Heldur hann sér tilheyri ásamt öðrum hlutaðeigendum
eftir eignar umráðum hans í Hrútafelli fyrir þann afrétt svörum að halda.“
Samkvæmt þessum vitnisburði Halldórs, virðast bændur í eysti hluta Eyjafja-
fjallasveitar ennþá nota Goðaland sem afrétt, án leyfis prestsins á Breiðabólstað
á fyrri hluta 18. aldar, ekki aðeins þeir, sem bjuggu á jörðunum sem voru í kon-
ungseign, heldur hinir líka, því ekki var Hrútafellið konungsjörð.
En 16. júní, 1722 heldur Hákon Hannesson sýslumaður réttarhald að Holti
um Goðalandsafrétt, þar eru lesnir upp Kirkjulækjar og Lambeyjar dómarnir,
en sennilega ekki Lögréttudómurinn.
Dómarnir um Goðaland eru prentaðir í Alþingisbókum Íslands er Sögufélag-
ið gaf út, II (1582 – 1594) 1915 – 1916, bls. 114 – 116. Þar er þessi áritun prentuð
á eftir Kirkjulækjardómnum: Þetta bréf upplesið fyrir Réttinum að Holti þann
16. júní, 1722. Testor Hákon Hannesson.
Samhljóða áritun er á eftir Lambeyjardómnum, en engin slík áritun fylgir
Lögréttudómnum sjálfum.
Þetta bendir ákveðið til þess, að fyrir réttinn hafi verið lagðir fram tveir
fyrrnefndu dómarnir, en ekki Lögréttudómurinn og presturinn svo fengið nið-
urstöðu í málinu á þeim forsendum, að hann væri ekki til, en bændurnir hafi
ekki haft hann tiltækan, til þess að leggja hann fram og kannski ekki vitað að
hann væri til.
Þau gögn sem fyrir liggja benda því til þess, að sr. Þorleifur hafi með aðstoð
sýslumanns náð þeim yfirráðum yfir Goðalandi, sem nægðu honum til skatt-
lagningar, á þeim forsendum að kirkjan ætti það allt, án undantekningarinnar
um konungsjarðirnar, því eftir þetta fara bændurnir að borga leigu eftir beitina
til prestsins á Breiðabólstað, en sennilega hafa þeir ekki gert það áður.