Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 200
198
Goðasteinn 2010
Magnús Klemenzson
Magnús Klemenzson fæddist í Görðum í Mýrdal hinn
28. mars 1935. Foreldrar hans voru Klemenz Árnason
fæddur í Görðum í Mýrdal og Gunnheiður Heiðmunds-
dóttir fædd í Suður-Götum. Magnús ólst upp í Görðum,
hann var næst yngstur í hópi 8 systkina. Þau eru í ald-
ursröð: Tala fædd 1921, látin, Ragnheiður fædd 1923,
Högni fæddur 1924, látinn, Gunnar fæddur 1926, látinn,
Einar Kristinn fæddur 1930, Heiðmundur Einar fæddur
1933, látinn og Sveinn fæddur 1936, látinn.
Magnús fór snemma að heiman til vinnu og strax var augljós vinnusemi
hans, ákveðni og elja. Á unglingsárunum festi hann kaup á traktor, fór síðan
á vertíð til Vestmannaeyja og vann fyrir honum. Sömuleiðis vann hann við
bústörf á bæjum í Skaftafellssýslu. Síðar fluttist Magnús á Rangárvelli og vann
við landgræðslustörf í Gunnarsholti. Árið 1958 hóf hann störf við járnsmíðar
í Kaupfélagssmiðjunni. Sambýliskona Magnúsar er Elín Björk Haraldsdótt-
ir fædd 8. júní 1929, foreldrar hennar voru Haraldur Runólfsson og Guðrún
Ófeigsdóttir. Sonur Elínar Bjarkar er Rúnar Gunnarsson, fæddur 1948. Synir
Elínar og Magnúsar eru Elvar fæddur 1958, Haraldur fæddur 1961 en hann
lést þriggja mánaða og Haraldur fæddur 1963. Sambýliskona Haraldar er Berg-
þóra Björg Jósepsdóttir, börn þeirr eru: Magnús Gabríel, sambýliskona hans er
Kristrún Sveinsdóttir, þau eiga Gabríel Snæ, Jósep Hallur, sambýliskona hans
er Sigurborg Sif Sighvatsdóttir og Hvönn.
Magnús var alla tíð vinnusamur. Hann var járnsmiður af Guðs náð, laghent-
ur við allar viðgerðir og smíðar jafnt tré og járn og voru störf hans mikils metin
af samferðafólki. Hann var áhugmaður um sauðfé og hafði gaman af allri vinnu
og umstangi sem því fylgdi. Hann átti um tíma og nýtti síðar landið við Foss á
Rangárvöllum.
Oftast undi hann sér best við vinnu einsamall, hafði ekki um of orð á hlut-
unum en framkvæmdi þeim mun meira. Þegar hann lagði orð í belg talaði hann
hreint út um hlutina. Hann var gamansamur og nutu auðvitað barnabörnin þess-
arar glettni hans sem höfðu oft gaman af því að atast með honum. Magnús
var mikill matmaður og vildi rammíslensan mat, eitthvað eins og lunda, fíl,
hrossakjöt og annað sem hann sjálfur verkaði, saltaði eða reykti.
Járnsmiðurinn í kvæðinu Höfðingi smiðjunnar svipar til minningu Magnúar,
þar sem persónan er meitluð af vinnu hans og lífinu, jafn sterk og stálið, hörð af
sér eins og eldurinn og um leið mótar hann aðra í kringum sig af krafti sínum,
staðfestni og kærleika.