Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Qupperneq 3
r
Útgefandi: Sjómannadagsráö
Ólafsvikur.
Ábyrgóarmaöur: Pétur S. Jóhanns-
son
Umsjón meö útgáfu: Sigurjón
Egilsson og Pétur S. Jóhannsson.
Setnlng, umbrot og prentun: Átak.
Sjómannadagsráð Ólafsvlkur:
Pétur S. Jóhannsson
Erílngur Jónasson
Jónas Gunnarsson
Bárfiur Jensson
Slgurtaugur Egilsson
Sigjón Þórhallsson
Magnús Guölaugsson
Rfkharöur Jónsson
Þorgrímur Benjamfnsson
Krístján Guömundsson
Forsföumynd: Er tekin á Siglu-
flröl f júnf 1959, er m/b Stapafell
kom þangaö meö sfldarfarm.
Skipstjóri var Tryggvi Jónsson. Á
myndinni má sjá mörg
kunnugleg andlit.
Góðir lesendur.
Á þessu árieru liðin 35 ársiðan Sjómannadagsráð
var stofnað hér í Ólafsvik. Af því tilefni varákveðið að
gefa út sérstakt Sjómannablað. Þetta hefur lengi
verið áhugamál í Sjómannadagsráði og er nú orðið
að veruleika. Það er mikill menningarauki að geta
komið þessu blaði út á hátíðisdegi sjómanna,
eingöngu með efni héðan úr Ólafsvík. Af nógu er að
taka. f þessu fyrsta blaði er grein og myndir um fyrsta
heiðursborgara ólafsvíkur, Víglund Jónsson. Einnig
er viðtal við Þorstein Hansson. Þar segir Þorsteinn
frá ýmsum svaðilförum hér áður fyrr. Guðni
Sumarliðason skrifar grein um fyrstu ár Sjómanna-
dagsráðs, en hann var fyrsti formaður þess. Þá erbirt
frétt sem kom i dagblaðinu Tímanum í mars 1953 um
það þegar netaveiðar voru fyrst stundaðar héðan frá
Ólafsvík, en það var Guðni Sumarliðason, skipstjóri
og einn af eigendum Haföldunnar SH, er reyndi það
fyrstur. Einnigeru fleiri sögur, greinar og myndir. Það
er mikið átak að gefa út svona sérstakt blað og vona
ég að því verði vel tekið. Það er ósk okkar að framhald
verði á því á næstu árum og verði ætíð vandað og
fjölbreytt að efni. Ég vil þakka öllum þeim sem
aðstoðað hafa við þetta blað og einnig þeim erstyrkt
hafa það með auglýsingum og fleiru.
Pétur S. Jóhannsson
3