Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Blaðsíða 20
”GUÐ GAF MÉR GÓÐA HEILSU,,
Spjall viö Þorstein Hansson.
„Einu sinni vorum við á
árabát, ég, Guömundur
Ólafsson, Guðmundur bróðir
og Geiri gamli. Við höfðum
róið í Svöluál. Það gerði
snögglega suðaustan strekk-
ing. Við rérum undir Hafnar-
bjarg. Þegar við komum að
Bullunni, en við rérum alveg
við hana, þá kemur bára á
bátinn, þannig að hann fer
niður að aftan en upp að fram-
an. Hann stakk sér alveg á
bólakaf með rassgatið.
Gvendur Ólafsson segir við
Gvend bróður: „Niöur með
seglin, niður með seglin”. Þá
tekur Gvendur bróðir í
axlirnar á Ólafssyni og hendir
honum fram í austurrúmið og
hífir síðan seglið alveg upp í
topp og tókst með því að rífa
bátinn upp. Það munaöi litlu
að við sykkjum þarna.”
Þaö er Þorsteinn Hansson
sem segir þessa sögu frá því
aö henn reri á árabát frá
Ólafsvík. Steini er ólafsvík-
ingum öllum vel kunnur.
Hann fæddist á Holti á Brim-
ilsvöllum frostaveturinn mikla
1918. Þorsteinn kom til Ólafs-
víkur sextán ára gamall og hóf
þegar að stunda sjó frá Ólafs-
vík. Það voru ekki fyrstu skref
hans á bátsfjöl. Heimaá Brim-
ilsvöllum hafði hann stundað
róðra á trillu. Steini bjó lengst
af á Kaldalæk, eða þar til
hann byggði hús númer 4 við
Lindarholt.
Þegar Þorsteinn hóf að
stunda sjómennsku var
róið með línu alla vertíðina. í
minni bátum voru ekki spil, en
í þeim stærri voru almennt
komin spil. Línan var úr
hampi. Var hún mjög léleg og
gjörn á að slitna. Var mikið
vandaverk að draga línuna
þegar eitthvað bar út af með
veður. Við skulum gefa
Þorsteini orðið aftur.
„Eitt sinn þegar ég var með
Víglundi Jónssyni á línu,
vorum við að draga útá Fláka.
Þetta var á Snæfellinu. Við
áttum tíu bjóð ódregin og
aðeins eitt ból á því, við höfð-
um slitið allt hitt af okkur. Villi
sagði við mig: ”Jæja Steini ef
þú nærð allri línunni, þá skal
ég gefa þér eina spíraflösku
þegar við komum í land”. Svo
ég vandaði mig eins og ég lif-
andi gat. Þegar ég hafði
dregið færið og steinninn
kemur þá slitnaði. En ég náði
endanum fyrir utan og gat
haldið honum. Það endaði
með því að við náðum allri
línunni.
Þegar við erum komnir í
land kemur Villi með
flöskuna. Það er svo landlega
daginn eftir, við fórum niður í
20
H