Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Blaðsíða 21
Finnbogabúð ég, Addi bróðir
og Stebbi á Kambi. Við
ætiuðum að kaupa okkur
bland í flöskuna. Þegar við
komum inn í búðina, segir
Addi bróðir. ,,Hann varseigur
hann Steini kaldi í gær. Það
slitnaði línan svo hann stakk
sér niður á sextugt dýpi og
náði endanum”. Séra Magnús
var staddur í búðinni og
spurði hvort þetta væri satt,
Addi hélt það. Þá sagði Séra
Magnús: ,,Ég verð að fara niður
á Hótel og spyrja hann
Víglund um þetta.”
„Fyrsti maðurinn til að fara
á net hérna var Guðni Sumar-
liðason. Ég var með Guðna
þegar þetta var. Þetta var á
Haföldunni. Þá þekktist ekkert
annað en hampnet, hand-
ónýt hampnet. Við lögðum
þrjár sjö, átta neta trossur.
Aflinn var pað mikill að við
fylltum bátinn. Við greiddum
úr á lestarlúgunni. Það var
engin netaskífa til að draga
netin á, það var bara línuskíf-
an. Við vorum voðalega lengi
að draga. Komum ekki í land
fyrr en um miðnætti. Þegar
við komum í land, urðu allir
brjálaðir hvað við fengum
mikinn fisk. Allir vildu á net.
Það fóru allir að útbúa sig á
net. Mig minnir að netaborð-
ið hafi komið fljótlega eftir
þetta, en það var mikil
breyting að fá það, ég er
hræddur um það.”
„Hér áður fyrr var allt fullt af
fiski. Mér þykir hann ekki hafa
minnkað. Það er ekkert rrinni
fiskur núna, það munar
kannski kíló að meðaltali.”
Það hefur alltaf fylat sjó-
mannasögum, áfengi og það
sem því fylgir. Þorsteinn segir
eina slíka.
„Þegar ég var á Birni
Jörundssyni fórum við til
Reykjavíkurtil að útbúaokkur
á troll. Beggi Sjönu var meö
okkur, kall anginn, hann var
blautur, kall anginn. Beggi fór
upp úr bát um tíuleytið um
kvöldið og kom aftur um borð
um níuleytið um morguninn.
Hann var dauðadrukkinn.
Hann fór aftur um hálf ellefu
upp í bæ. Þegar klukkan er
um fjögur, sendir maðurinn
sem átti að kenna Villa á
trollið, mig og jóa í Val-
höll að fara upp í bæ og leita
að Begga. Við finnum h?.nn á
stað sem hét Central. Við
báðum Begga að koma með
okkur. Það var ekki um að
tala. Jæja, við förum út aftur
og hittum lögregluna. Við
biðjum lögregluna að hjálpa
okkur með Begga niður á
bryggju. Það var auðsótt mál.
Við Jói fórum með í bílnum,
jæja, þegar við erum komnir
niður á bryggju, þá er okkur
sagt að við verðum að koma
honum um borð. Jói tekur
hann í bóndabeygju og ber
hann um borð.
Þegar við erum, farnir frá
bryggjunni, lallar Beggi sér
aftur í stýrishús og hallar sér
upp að púströrinu. Púströrið
var svo heitt að hann svitna-
ði á handleggnum oe einnig
svitnaði hluti af hárinu á
honum. Svo donnn var hann af
drykkjunni, kall anginn.”
"Þegar ég var á Óðni þá
duttum við Lúlli Brands eitt
sinn út fyrir. Það var þannia
að það var norðaustan bræla,
þá kemur Hrönnin til okkarog
byðurokkur um aðdragafyrir
sig legufærið, það var bilað
spilið hjá þeim. Við keyrum í
haujuna í niðasvartamyrkri.
Þegar við erum að taka
baujuna inn, þá vantar áfram,
þaö þurfti að keyra bátinn
betur að. Við köllum til Runna
að keyra áfram. Hann er
eitthvað lengi af þessu. í því
kemur bára á bátinn og kippir
í baujuna og hún út fyrir, en
við Lúlli stóðum báðir öfugu
megin við baujuna og hún
snarar okkur báðum út í í
einu. Við fórum báðir undir
kjöl á bátnum, bátinn slær á
okkur. Þegar við komum
undan kjölnum ná þeir Lúlla
inn. Ég fór undir kinnunginn
svo þeir sjá mig ekii Þá sá ég
Ijós og sé að þetta er baujan.
Þegar ég kem að baujunni þá
kippi ég óvart Ijósinu úr
sambandi, en mér tekst að
kveikja Ijósið aftur og þá sjá
þeir mig. Þarna munaði litlu.”
„Þegar við slægðum um
borð, það vareinn landmaður
tekinn um borð til að slægja.
Ég minnist þess, að eitt sinn á
Snæfellinu tókum við Héðinn
í Bifröst með okkur. Hann var
druilusjóveikur, kall anginn.
En hann slægði eins og hetja”.
Um borð var bara kolaka-
byssa, svo við vorum alltaf
með skrínukost. Þannig að
við vorum alltaf með kaldan
mat með okkur. Kabyssan var
til að hita upp lúkarinn. Þóvar
hægt að hita kaffi. Á snurvoð
og trolli var kokkur, annars
var bara skrínukostur. Á
þessum árum var enginn
radar eða önnur tæki, bara
kompásinn.”
„í stríðinu réri ég frá Akra-
nesi. Var á Höfrungi litla
Sigurjón Kristjánsson var
skipstjóri. Hann var góður
formaður. Það er eftirminni-
legasta vertíð sem ég var á.
Við vorum í línu. Sigurjón lét
21