Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Síða 26
s/ro/>
Á 300 ára afmæli Ólafsvík-
urkaupstaðar, var ákveðið að
allar götur bæjarins yrðu
sópaðar mjög vel. Ráðnirvoru
til þessa verks tveir röskir
strákar. Þeir mættu hjá
Margeiri Vagnssyni, verk-
stjóra, á mánudagsmorgni
niður við Áhaldahús. Margeir
afhenti þeim báðum kústa, og
sagði við þá: „Jæja strákar
mínir, nú á að fegra þæinn og
treysti ég ykkur að sópa
göturnar og alveg út úr
bænum.“Þeir sögðust sjá vel
um það og héldu af stað. Þá
mættu fleiri menn til vinnu hjá
Ólafsvíkurbæ. Um kvöldið
kl. 19.00 mættu allir starfs-
menn hjá verkstjóra nema
annar sóparinn. Margeir var
ekkert að æsa sig út af því,
hélt bara að stákur hefði verið
svona þreyttur eftir daginn,
að hann hefði farið heim til
sín. Á þriðjudagsmorgunn
mættu allir starfsmenn bæjar-
ins til vinnu hjá verkstjóra
nema annar sóþarinn.
Margeir fór nú að hafa
áhyggjur af þessu, en ákvað
þó að bíða með að hringja til
stráksa. Um miðjan dag var
hringt til Margeirs og sagt:
„Komdu sæll Margeir, þetta er?
ég er nú staddur skammt frá
Mávahlíð, geturðu sent mér
nýjan kúst?“ # #
Tveir indjánahöfðingjar,
sem aldrei höfðu komið á
hótel ákváðu að breyta til og
fara á hótel. Þeir pöntuðu
herbergi og höfðu aldrei fyrr
séð neitt slíkt og kunnu ekkert
á systemið. Þeir fengu sér
brennivín eftir að þeir voru
komnir á hótelið og duttu
hraustlega í það, urðu
blindfullir, þó aðallega annar,
og endaði með því að hann dó
víndauða. Um nóttina vaknaði
hann og alveg að drepast úr
þorsta. Hann sendi félaga sinn
fram á klósett til að sækja sér
vatn og gerði hann það í þrjú
skipti, en í fjórða skiptið þegar
hann fór til að sækja vatn,
kom hann tómhentur til baka.
Vinur hans sagði þá mjög
veikri röddu: „Hvað komstu
ekki með vatn að drekka? “Nei
vinur, það sat maður á
brunninum. Indjánahöfðing-
inn hafði aldrei áður séð
klósett, en þar hafði hann
tekið allt vatnið, sem hann gaf
félaga sínum og taldi hann að
það væri vatnsbrunnur..
• •
Tvíburar í móðurkviði:
„Uss, uss“, sagði annar við hinn,
„hafðu ekki hátt það er einhver
aðkoma". „Hvað er þetta sagði
hinn“. „Þetta er hann pabbi“.
„Nei, nei“, sagði hinn, „þetta er
einhver sem er í regnkápu".
• •
Ung hjón sem áttu heima í
Keflavík voru að byggja nýtt
hús. Hann var sjómaður en
hún var heimavinnandi
húsmóðir. Þau voru búinn að
byggja grunninn að húsinu,
en urðu þá að hætta vegna
peningaleysis, og var
eiginmaðurinn ákveðinn að
atoppa byggingarfram-
kvæmdir þar til hann þén-
aði meira. Eftir nokkra mán-
uði sagði konan við mann
sinni: „Siggi minn, nú byggjum
við hæðina", Þá sagði hann:
„Fyrir hvaða andskotans pen-
inga? „Þá sagði eiginkonann:
„Ég vann í getraunum“.
Hann var hinn ánægðasti og
var þá haldið áfram við
bygginguna. Hann fór á
sjóinn aftur, en hún var bara
heimavinnandi húsmóðir, og
var ákveðið að bíða með
bygginguna þar til hann
þénaði meira, en nú fór skip
hans á loðnuveiðar.Veiðarn-
ar gengu frekar illa en eftir
nokkra mánuði sagði konan:
„Siggi minn, nú kaupum við
allar innréttingar í húsið og
flytjum síðan inn“. Þá sagði
hann: „Fyrir hvaða andskotans
peninga". Þá sagði eiginkonan-
an: „Ég vann aftur í getraunun-
um, Siggi rninn". Hann var hinn
ánægðasti og voru keyptar
allar innréttingar í húsið og
þau fluttu síðan inn. Siggi
vann nú fyrir lánum og
vöxtum af þessari íbúð og
hafði nóg með það að gera.
En viti menn eftir nokkra
mánuði sagði konan við mann
sinni: „Siggi minn, nú förum við
til Spánar í gott frí“. Þá sagði
hann: „Fyrir hvaða andskotans
peninga? Þá sagði konan: „Ég
vann aftur í getraununum".
Siggi var hinn ánægðasti og
var síðan haldið á Spánar-
strendur. Fyrsta daginn á
Spáni lágu hjónin á
ströndinni og ætlaði
eiginkonan að hlaupa út í sjó-
inn til að synda. Hún var á
hraðri leið að sjónum, þá
öskraði eiginmaðurinn:
„Gunna mín, Gunna mín,
passaðu að bleyta ekki
getraunaseðllinn".
Bless og takk fyrir Adolf S.
26