Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Qupperneq 7

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Qupperneq 7
rar fyrirgreiðslu Eliníusar og með það fyrir augum að koma upp á lóðinni, sem er um það þil í miðju plássinu, minn- ingartákni um sjómenn. Af sérstökum ástæðum vil ég geta þess að húseignin og lóðin, sem styttan stendur nú á voru keypt á kr. 160.000.00, en Eliníus gaf til styttunnar tvær fyrstu afborganirnar af 100 þúsund kr. skuldabréfi, sem var að upphæð kr. 20 þúsund.og var það fyrsta gjöf til þeirra framkvæmda. Ásjómannadaginn 1961 var minnisvarðinn afhjúpaður og gerði það öldruð sjómanns- ekkja, Guðríður Pétursdóttir, Ólafsvík. Minnisvarðann, sem á að tákna sjóklæddan sjó- mann með lúðu á bakinu, gerði Guðmundur heitinn Einarsson frá Miðdal og stöp- ul undir styttuna hlóð Ingvar Þorvarðsson Reykjavík. Allur kostnaður við minnisvarðann ásamt góðri girðingu um lóð- ina og fl. var kr. 144.000.00. Safnað var fé í þessar framkvæmdir af Eliníusi Jónssyni kr. 77.628.50. Minn- ingargjafir voru samtals kr. 31.400.00 og framlag sjó- mannadagsráðs kr. 14.971.50 og fyrrnefnd gjöf Eliníusar kr. 20.000.00 samtals kr. 144.000.00. Eftir 1961 var unnið að því að fá viðbót af lóð undir garðsstæðið og fyrir milligöngu Hreppsnefndarog annara aðila hafði það tekist 1964, og í maí 1965 var garðstæðið endurskipulagt. Tillögu að garðplani teiknaði Vilhjálmur Sigtryggsson, skógræktafræðingur. Ekki hefur þó ennþá tekist að fá menn til að standsetja garð- Myndin er tekin áriö 1957 er kappróðrabðtamir voru skfrðir. Ester Gunn- arsdóttir og Kristfn Lárusdóttir. inn en vonir standa til að unn- ið verði í því á sumri komanda 1967. Sjómannadagurinn í Ólafs- vík hefur sitt sérstaka merki, sem eru tveir breiðfirskir bát- ar ásiglingu og er þaðeinnig í hliði sjómannagarðsins. Einnig hefur verið útbúið sérstakt heiðursmerki sem er gullplata á prjóni og á hann grafið sama merki. Aðeins tveir menn hafa verið heiðrað- ir með því merki. Eliníus Jónsson 1961 fyrir frábæra fjársöfnun til sjómannastytt- unnarog margskonar velvild- ar í garð sjómannadagsins, og 1964 Vilhjálmur Kristjáns- son, sjómaður í Ólafsvík, þá elsti starfandi sjómaður í Ólafsvík, og átti þá að baki sér 50 ára sjómannsæfí. Sjómannadagsráð Ólafs- víkur skipuðu Þessir menn 1969: Guðni Sumarliðason (form), Guðmundur Jensson (gjaldkeri), Elínbergur Sveinsson (ritari), Víglundur Jónsson, Haraldur Guð- mundsson, Kristján Helga- son, Sigurður Þorsteinsson og Árni Vigfússon. Guðni Sumarliðason Gamla hðfnin 1964. Ljósm. Guðmundur Þórðarson. 7

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.