Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Qupperneq 25

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Qupperneq 25
ferugr: fjörutíu faðm langur. Út reri elnn á báti Ingjaldr á skinnfeldi. Týndi átján önglum Ingjaldr í skinnfeldi og fertugu fœri Ingjaldr f skinnfeldi. Aftr komi aldrei síöan Ingjaldr I skinnfeldi. Mönnum brá mjög við þetta en það hafa menn fyrir satt að Hetta tröllkona muni þetta kveðið hafa því hún ætlaði, sem hún vildi að væri, að Ingialdur skyldi aldrei aftur hafa komiö sem hún hafði ráð til sett. En er Ingjaldur var nálega að bana kominn sá hann hvar maður reri einn á báti. Hann var í gráum og hafði svarðreip um sig. Ingjaldur þóttist þar kenna Bárð vin sinn. Hann reri snarlega að skipi Ingjalds og mælti: „Líttu eru staddur kumpán minn og voru það mikil undur að þú, jafnvitur maður, lést slíka óvætt ginna þig sem Hetta er og far nú á skip með mér ef þú vilt og prófa að þú fáir stýrt en eg mun róa.“ Ingjaldur gerði svo. Hvarf Grímur þá á bátinn er Bárður kom. Þykir mönnum sem það muni Þórverið hafa. Bárðurtók þá að róa allsterklega og allt þartil er hann dró undir land. Flutti Bárður Ingjald heim og var hann mjög þjakaður og varð alheill en Bárður fór heim til síns heimilis. (Heimild: íslendingasögur, útgáfa Svarts á hvítu) ? Óskum sjómönnum til hamingju með daginn. Hellissandur, Neshrepur utan Ennis Óskum sjómönnum og fjölskyldum allra heilla á hátíðisdegi þeirra. KAUPFÉLAG ÓLAFSVÍKUR ÓLAFSBRAUT 20 355 ÓLAFSVÍK SlMi 93-6360 93-6204 NNR. 5579-361 1 25

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.