Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Page 24

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Page 24
ÚR BÁRÐAR SÖGU SNÆFELLSÁS Hetta var nefnd tröllkona. Hún átti byggð í Ennisfjalli og var hin mesta hamhleypa og ill viðskiptis bæði við menn og fénað. Það var einn tíma að hún drap margt fé fyrir Ingjaldi að Hvoli. En er hann varð þess vís fór hann til móts við hana. Leitaði hún þá undan en hann elti hana allt í fjall upp. Miklir voru f þann tfma fiskiróðrar á Snjófellsnesi og lét þó engi betur sækja en Ingjaldur. Var hann og hinn mesti sægarpur sjálfur. En er Hetta dró undan mœlti hún: „Nú mun ég launa þér fjártjón það er ég og vísa þórámið, þaöeraldrei munfiskurbrestaef til ersótt. Þarftu og ekki að bregða vanda þfnum að vera einn á skipi sem þú ert vanur aö vera.” Hún kvað þá vísu: Róa skaltu fjalf firöa fram á lög stiröan þar mun gaur giitta, ef þú vilt Grímsmiö hitta. Þar skaltu þá liggja Þór er vfs til Friggjar. Rói norpr hinn nefskammi Nesiö í Hrakhvammi. Róa skaltu Firðafjall (Kirkjufell) fram á úfinn sjó ef þú vilt finna Grímsmið. Þar mun glitta í golþorsk. Rói hinn hímandi stuttnefur Nesið (Rifshöfuð) í Hrakhvamm. Þú skalt liggja þar. Þór hefur ást á Frigg. Skildi þar með þeim. Þetta var um hausttíma. Annan dag eftir reri Ingjaldur á sjó og var einn á skipi og rærallt þartii er frammi var fjallið og svo Nesiö. Heldur þótti honum lengra en hann hugði. Veður var gott um morguninn. En er hann kom á miöið var undir fiskur nógur. Litlu síðar dró upp flóka é Ennisfjalli og gekk skjótt yfir. Þar næst kom vindur og fjúk með frosti. Þá sá Ingjaldur mann á báti og dró fiska handstinnan. Hann var rauð- skeggjaður. Ingjaldur spurði hann að nafni. Hann kveðst Grímur heita. Ingjaldur spurði hvort hann vildi ekki að landi halda. Grímur kveðst eigi búinn ,,og máttu bíða þar til er eg hefi hlaöiö bátinn.” Veður gekk upp að eins og gerði svo sterkt og myrkt að eigi sá stafna á milli. Tapað hafði Ingjaldur önglum sínum öllum og veiðarfærum. Voru og árar mjög lúnar. Þóttist hann þá vita að hann mundi ekki að landi násakirfjölkynngis Hettu og þetta mundu allt hennar ráð verið hafa. Kallaði hann þá til fulltingissérá Bárð Snæ- fellsás. Tók Ingjald þá fast að kala því að drjúgum fyllti skipið en frýs hvern ádrykk þann er kominn var. Ingjaldur var vanuraö hafa yfir sér einn skinnfeld stóran og var hann þar í skipinu hjá honum. Tók hann þá feldinn og lét yfir sig til skjóls. Þótti honum sér þá vísari dauði en líf. Þar bartil um daginn heimaað Ingjaldshvoli um miðdegi að komið var upp á skjá um máltíð í stofu og kveðið þetta með dimmri raust: 24

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.