Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Blaðsíða 18

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Blaðsíða 18
Sigurjón Egilsson. ÁTÖK VIÐ RUSLAFÖTU. BARÁTTUSAGA UPP Á LÍF OG DAUÐA Flestir þelr sem hafa stundaö sjómennsku hluta af œfi sinni, hafa einhvem tíma á sjómennskuferli sinum lent i siysa- eöa jafnvel lifshœttu. Sá sem þetta skrifar hefur stundaö sjó í eitt- hvaö á annan áratug. Og aö sjálfsögöu lent f ýmsu, s.s. vondum veörum, miklu fisklríi, spaugilegum atvikum og mörgu fleiru. Þaö atvik sem nú verður frá sagt, var f senn spaugilegt og um leið þaö mesta hættuástand sem greinarhöfundur hefur lent í. Jæja, af staö meö söguna. Þannig var að ég var aö miklum vanmætti kokkur á einum Ólafsvíkurbátnum upp úr 1970. Þegar eftirfarandi átti sét stað, vornrn við á fiskitrolli. Jæja.þið munið eflaust eftir tuttugu lítra olíufötunum sem svo gjarna voru notaðar undir rus! í eldhúsunum um borð. Eitt af því fáa sem ég kunni, var að nýta mér þessar fötur undir ruslið. Þegar verið var að tæma fötuna, varvaninnað skola hana um leið. Á toginu, var mjög heppilegt að hnýta spotta við fötuna og draga hana þannig í stuttan tíma á eftir bátnum. Þessi aðferð komst fljótt upp í vana. Þó varð eitt sinn eftirminnileg undantekning þar á. Ég eins og fleiri, notaði mín helgarfrf til annars en trúarat- hafna eða annarra hollra iðkana. Venjulegast var „kíkt í glas” og voru menn þá oftast í miður góðu ástandi á útleiðinni. Einn sólskinsbjart- an sumardag, að sjálfsögðu mánudag, var lagt af stað í róður. Helgina á undan, hafði ýmislegt verið brasað um borð, til að seðja sárasta hungrið, en minna hugsað um uppvask, eða önnur leiðinda- verk. Þannig að ástandið um borð bar þess greinileg merki, að eikon og begg höfðu verið ríkjandi á matseðli helgarinn- ar. Egg hér og egg þar, tómatsósuslettur um allt, sem sagt óþrifnaðurinn réði ríkjum á yfirráðasvæði kokk- sins. Kokkurinn, það er ég, fékk dagskipun fráskipstjóra, að ég yrði að gera svo vel, og gera breytingu á ástandi míns heimavallar. Nú það var um að gera að ráðast til verksins. Við höfðum ekki siglt nema í svona tíu til fimmtán mínútur, þegar blessuð ruslafatan var orðin svo troðin af sorpi, að ekki komst meir í hana. Þá var aö vinda sér aftur á rassgat og losa hana. Þegar ég var búinn að því, þá var skolunin eftir. Eins og allir vita, þá er ólík ferð á bát, sem siglir á fullri ferð á útstími og á bát sem lullar áfram, dragandi troll. Vegna þess ástands sem ég (kokkurinn) var í, gerði ég mér enga grein fyrir þessum mun. Fyrir fótum mínum lá þessi úrvals þarfaspotti, svo annar endi hans var tekinn og hnýttur í fötuna. Þá var næst að henda fötunni út fyrir. Þá gerði hraði skipsins greini- lega vart við sig. Fatan drógst með krafti frá skipinu, en ég var svo „lánsamur” að ég hafði tyllt vinstri löppinni í hönkina miðja. Svo óum- flýanlega kom að því, að fatan tók í lapparskrattann, með þeim afleiðingum, að ég fékk ekki við neitt ráðið, löppinn fór út fyrir lunninguna og barðist ég í nokkurn tíma klofvega á lunningunni. Það var sama hversu hátt ég kall- aði á hjálp, að til mín heyrði ekki nokkur lifandi maður. Hafi minn búkur einhvern tíma haft að geyma kraft og baráttu-anda, þá var það á þessu augnabliki. Því sannast sagna, voru þetta mikil átök, sem áttu sér stað milli mín og „helvítis” fötunnar. Eins og svo oft áður, þá vægði sá sem vitið hafði meira, það er, fatan. Handfangið slitnaði af henni, og við það datt ég inn fyrir lunninguna með iátum. Eins og fyrr sagði, þá hafði afleiðing „gleðilegrar helgar” ekki sagt skilið við mig fyrir þessa miklu baráttu, en því máttu trúa, að af henni lokinni, var eins og allt annar maður stæði aftur á rassgati, lífi sínu feginn. Með þessu sögukorni sést, að ekki eru það alltaf náttúru- öflin sem eru sjómanninum erfiðust, það er því miður oftar en ekki, gáleysi, kæru- leysi eða fíflaskapur sem getur verið orsök óhappa. Eftir að þetta atvik átti sér stað, hugsaði ég til þess, að hefði ég tapað glímunni við fötuna, og fundist svo liðið lík síðar meir með ruslafötuna bundna við annan öklann, þá hefðu menn efalaust ætlað að ég hefði lent í ástarsorg eða öðrum „bömmer” þessa helgi og viljað gera upp málin á einhverju öðru tilverustigi. 18

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.