Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Side 14
Rætt við
Jóhönnu Kristjánsdóttur
Hún bauð mér brosandi góðan
daginn, er ég bankaði upp á hjá
henni að heimili hennaraðÓlafs-
braut 28, hér í bæ. Tilefnið var að
eiga viö hana viðtal í væntanlegt
Sjómannadagsblað, sem koma
á út á Sjómannadaginn.
”Ég hef nú ekki frá mörgu að
segja, en þú getur þó reynt að
spyrja”, segir hún eftir að hafa
boðið mér að ganga inn. Við
setjumst við eldhúsborðið, sem
stendur við gluggann er snýr að
Ólafsbrautinni. Mér veröur
hugsað til þess, hve miklum
breytingum plássið hefur tekið
frá því, að Jóhanna sleit barna-
skónum í flæðarmálinu, sem þá
stóð mun ofar en það gerir nú. f
framhaldi af þessum hugrenn-
ingum mínum bið ég hana að rifja
upp liðna daga.
”Ég veit nú svo sem ekki hvar ég
ætti að byrja,” segir hún. "Ég er
borin og barnfædd hér í
Ólafsvík og foreldrar mínir voru
þau Elfsabet Brandsdóttir og
Kristján Kristjánsson. Ég
fæddist þann 2. mars 1911 og var
skírð Jóhanna, móðir mín var
eins og ég fædd hér f Ólafsvík, en
faðir minn var frá Skóganesi í
Miklaholtshreppi. Ólafsvfk var f þá
daga eins og gefur aö skilja mikið
minna pláss, en það er í dag og
tíöarandinn allt annar. Allt snerist
um sjóinn og fiskinn, enda yar
þaö lífsviðurværi fólks og allt
byggðist upp á þessu tvennu.”
Hvernig var afkoma fólks á
þessum árum?
"O, hún var nú kannski ööruvísi
en hún er í dag. f þá daga gekk
lífsstritið út á þaö að hafa í sig og
á og fólk hugsaði ekki um annaö.
Mér er það minnistætt að þegar
búið var að gera að fiskinum, oft í
flæðarmálinu, varfarið með hann
til þeirra sem keyptu hann og
söltuðu og þá fékk maður
innleggsmiða fyrir fiskinn og gat
verslað út á hann það sem til
heimilis þurfti. Ef um langvarandi
landlegur vað að ræða þá varð að
fá lánaðar vörur, í þeirri von að úr
rættist seinna og það gat oft verið
erfitt að ná saman endum.”
Hvernig var þá með atvinnu.
Var hægt að fá atvinnu við að
salta fisk?
”Það var nú upp og ofan og það
fengu ekki allirsem vildu. Þaðvar
mjög mikið um það á þessum
árum að bæði kvenfólk og karl-
menn fóru í aðra landshluta til
verða sér út um vinnu. Karlmenn
fóru á vertíð á skútum og síðar
togurum og kvenfólk fór á vertíð
á Suðurlandið eða í vist. Þegarég
var átján ára fór ég fór ég suður
að vinna og var það svo að segja
samfleytt, þar til ég var 27 ára, er
ég kom aftur til Ólafsvíkur. Um
annað var ekki að ræða á þessum
árum, því á þessum tíma varekki
mikið við að vera hér. Þetta
breytist þó seinna og nóg varð
um atvinnu hér og er svo enn,
sem betur fer.“
27 ára kemur þú aftur til Ólafs-
víkur, hvað tekur þá við?
"Nú, ég gifti mig og fór að eiga
börn eins og allar konur gerðu í
þá daga,’’ segir Jóhanna
brosandi. ”Ég giftist Guðmundi
Jenssyni, sem nú er látinn, þann
20 desember 1941. Guömundur
var eins og flestir vita formaður á
bátum hérog útgerðarmaður, átti
hér ásamt öðrum báta og byggði
upp með bræðrum mínum fisk-
verkunina Bakka. Hann fór
snemma að stunda sjóinn, 14ára
gamall og ég hef séð í sjóferða-
bók hans, að hann var skráður á
bát frá ísafirði 15 ára gamall. Það
var með hann eins og fleiri á
þessum árum, að þeir fóru
snemma að stunda sjó og voru
viðloðandi sjómennsku eða
útgerö alla sína tíð.”
Hvenær hóf Guðmundur
útgerð?
”Það mun hafa verið árið 1938 en
þá kaupir hann ásamt stjúpa
sínum, Jóhanni Kristjánssyni, 10
tonna bát, sem nefndur var
Hrönn og 4 árum seinna, árið
1942 kaupa þeir 16 tonna bát,
sem bar sama nafnið og var mikil
happafleyta. Síðan taka bátarnir
hver við af öðrum, Egill, 27 tonna
báturvarkeyptur1948, Hrönn,42
tonna, bátur keyptur 1956 og
Sæfellið 1960. Fiskverkunina
Bakka setti hann á stofn með
bræðrum mínum árið 1965.“
Oft hefur verið um það rætt að líf
sjómannskonunar væri erfitt?
”Já, ekki ætla ég að neita því að
svo hefur verið og er sjálfsagt
enn. Ég man það áður en
útvarpið kom með langbylgju, þá
gat oft verið erfitt að fylgjast með
hvar þeir voru staddir og hvernig
gekk. Ég var svo lánsöm að hafa
litla talstöð á þessum tíma og gat
fylgst með í gegnum það. Það var
nú oft þétt setinn bekkurinn af
14