Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Síða 9
Hákon Bjarnason:
M. Júl. Magnús.
Minningarorð.
Skógræktarfélag Islands á nú á bak að sjá manni þeirn,
sem mest og bezt hefir starfað fyrir það frá upphafi og;
fram að lokurn ársins 1941. Saga Skógræktarfélagsins hefði
eigi orðið löng, ef M. -Júl. Magnúss hefði ekki notið við,
þegar mest á reið. Félagið varð til fyrir áhuga Sigurðar
heitins Sigurðssonar búnaðarmálastjóra, en það féll í hlut
M. Júl. Magnúss að fleyta því yfir fyrstu og erfiðustu
árin. Skógræktarfélagið á svipaða sögu og margur ný-
græðingurinn hér á landi. Hann vex vel fyrsta sumarið,
meðan veganesti fræsins endist, en annað og þriðja sum-
arið er oft tvísýn barátta við dauðann, þegar veikbyggt
ungviðið verður að heyja baráttu sína einsamalt.
M. Júl. Magnús var einn af hvatamönnunum að stofn-
un Skógræktarfélags íslands, og var hann kosinn í stjórn
þess á stofnfundinum. Upp frá því sat hann í stjórn þess
til dauðadags og gegndi jafnan störfum féhirðis auk þess,
sem hann sá um útgáfu Ársritsins. Hitinn og þunginn af
störfum félagsstjórnarinnar hvíldi jafnan á herðum hans,
og félagið á honum það mjög að þakka, hversu öflugt þaö
er orðið.
Þótt æfistarf M. Júl. Magnús lægi á sviði læknislist-
arinnar var áhugi hans á allri jarðrækt og búsýslu óvenju-
lega mikill. Bæði faðir hans og afi, þeir Júlíus Halldórsson
læknir og Halldór Friðriksson yfirkennari, voru hinir
mestu búmenn, og má óhikað segja, að ást þeirra á mold