Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 10
6
og lífi hafi gengið óskipt að erfðum til hans. En hann
hafði yndi af mörgu öðru en þessu tvennu. Bókasafn átti
hann mikið og gott, og munu fáir hafa átt betra safn af
bókum um íslenzkan landbúnað. Opinber mál lét hann
.stundum til sín taka, og hann átti um langt skeið sæti í
Barnaverndarnefnd, þar sem hann vann mikið og gott
starf.
M. Júl. Magnús er fæddur að Klömbi’um í Húnavatns-
sýslu árið 1886. Foreldrar hans voru þau hjónin Júlíus
Halldórsson og Ingibjörg Magnúsdóttir, en hún er af
Grenjaðarstaðarætt. Hann var settur til mennta og útskrif-
aðist úr skóla árið 1904, en læknanámi lauk hann árið
1910. Að því loknu dvaldist hann um þriggja ára skeið er-
lendis við framhaldsnám, en kom þá heim og settist að í
Reykjavík. Var hann fyrsti sérfræðingur landsins í húð-
og kynsjúkdómum, og stundaði hann þá sérgrein sína og
almennar lækningar í Reykjavík um langt skeið. Árið
1934 tók hann við spítalanum í Laugarnesi og sat síðan
þar, unz spítalinn var fluttur í Kópavog. En þar var hann
byrjaður að reisa sér hús, og mun hann hafa ætlað sér að
reka jafnframt nokkurn landbúnað samhliða læknisstörf-
unum, er honum var æ hugleikið. M. Júl. Magnús var
kvæntur Þórhildi Eiríksdóttur og áttu þau einn son.
Það má segja um M. Júl. Magnús, að hann hafi verið
,,þéttur á velh og þéttur í lund“. IJann var tæplega meðal-
maður á hæð en þrekinn, hvatur í hreyfingum og léttur í
spori. Breiðleitur var hann nokkuð, en andlitið reglulegt.
Hárið var mikið og þétt, en gránaði nokkuð fljótt. Við-
mótsþýður var hann, brosið einkar hlýtt og handtakið þétt.
Hann var fjörmaður og áhugasamur um allt, sem hann
gerði, starfsmaður mikill og góður. Léttlyndur var hann
og skemmtilegur, ræðinn og greindur vel. Fagnaði hann
vel öllum, sem að garði hans komu og veitti af rausn. Var
hann vinsæll mjög og tryggur vinum sínum. Ilann var
höfðingi í lund.
í minningarorðum um Sigurð Sigurðsson búnaðarmála-