Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Blaðsíða 12
Hákon Bjarnason:
Ábúð og örtröð.
Inngangur.
Enginn veit með neinni vissu, hversu mikill hluti Is-
lands er vaxinn nytjagróðri. Allar hugmyndir, scm menu
hafa gert sér um það, eru byggðar á getgátum einum. Úr
þessu verður ekki skorið til hlítar, fyrr en nákvæmt gróð-
urkort hefir verið gert af öllu landinu.
Enginn veit heldur, hve mikið af landi hefir áður borið
nytjagróður, og enn síður vita menn, hve þroskamikill sá
gróður hefir verið.
Allir vita, að landkostir hafa áður verið miklu meiri en
nú, og að þeir hafa gengið mjög til þurrðar, síðan land
byggðist.
Þótt vér vitum, að orsakir gróðureyðingar á landi hér
geti ekki verið nema þrjár, veðrátta, rányrkja og eldsum-
brot, höfum vér ekki nema óljóst hugboð um, hver þáttur-
inn af þessum þrem hafi verið drýgstur við eyðingu gróðr-
ar og jarðvegar.
Verst er þó, að því er þekkingu vora á gróðri lands-
ins snertir, að vér höfum ekki minnstu hugmynd um, hvort
land vort er enn að eyðast að gróðri og blása upp.
Eigi getur nokkur vafi á því leikið, að það hlýtur að
skipta miklu máli fyrir framtíð þjóðarinnar að kunna skil
á þeim atriðum, sem hér hafa verið upp talin, svo framar-
lega sem landbúnður á að vera einn af aðal atvinnu-
vegum vorum. Framtíð og vöxtur þjóðarinnar er algjörlega
undir því kominn, að landgæði gangi ekki meir til þurrð-