Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 13
9
ar en orðið er, en vaxi hins vegar og aukist, er tímar líða.
Það þætti háðulegt mjög, ef kaupmaður vissi ekki svo vel
um viðskipti sín, að hann gæti eigi sagt, hvort hann hagn-
ist eða tapi á þeim. Og er það ekki álíka háðulegt fyrir
oss að hafa ekki hugmynd um, hvort vér drögum fram líf
vort á rányrkju og eyðum landkostum eða vér séum komn-
ir svo langt í ræktunarmálum, að landið sé nú loks að gróa
upp að nýju?
Gróður landsins og jarðvegur þess eru lang-þýðingar-
mestu verðmætin, sem oss hafa hlotnazt. Öll önnur nátt-
úrugæði, í og á landinu, eru ekki nema örlítið brot af þess-
um verðmætum. Þekking vor á gildi þessara verðmæta,
gróðri og jarðvegi, er raunalega lítil, en kunnátta vor á
meðferð þeirra er enn minni.
Enski heimspekingurinn Francis Bacon sagði endur fyr-
ir löngu, að menn gáeti ekki haft full not af gæðum nátt-
úrunnar nema með því að hlýða lögmálum hennar. Með
rannsóknum verðum vér að afla oss vitneskju um, á hvern
hátt megi búa þannig í landinu, að afköst vinnu vorrar
verði sem mest, jafnframt því að landgæði aukist. Verð-
gildi peninga minnkar og þeir hætta að gefa vexti, en hver
gróðurlaus melur, sem græddur er að nýju, og hver mói,
sem ræktaður er, verða verðmæti, er gefa af sér ávöxt um
alla framtíð, svo framarlega sem eigi er gengið of nærri
gróðrinum.
f grein þeirri, sem hér fer á eftir, verður reynt að rekja
nokkuð þau atriði, er að framan getur. Það er ekki unnt
að kryfja þau til mergjar, því að til þess vantar svo ótal
margt, sem enn er órannsakað með öllu. Ályktanir þær,
sem dregnar verða, munu þó geta gefið bendingu um, í
hvaða átt niðurstöðurnar hnigi að lokum, þegar nægrar
þekkingar hefir verið aflað til þess að gera máli þessu full
skil.
Stærð gróðuriendisins.
Það hefir verið gerður uppdráttur af íslandi, þar sem