Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Síða 20
14
legri en nokkur getur gert sér í hugarlund. 0g gróður sá*
sem vér nú þekkjum, er langtum nytjaminni og kostarýr-
ari heldur en hinn upphaflegi gróður landsins, og frjósemi
landsins hlýtur að vera aðeins svipur hjá sjón.
Enginn núlifandi maður myndi þekkja landið, ef það
gæti klæðzt hinum forna skrúða sínum aftur á skammri
stundu. En það er hægt að fá ofurlítið hugboð um hin
miklu stakkaskipti, sem landið hefir tekið, með því að
skoða hin fáu skóglendi, sem notið hafa friðunar um fáa
áratugi. Með því að bera frjósemina og gróskuna innan
friðunargirðinganna saman við örtröðina utan þeirra,
hlýtur alla að stórfurða á því, hve gróðurinn getur tekið
miklum stakkaskiptum, undir eins og honum er hlíft við
beit. En það þarf ekki skóglendi til þess að sjá, hvílíku
kyngimagni gróðurinn býr yfir, þegar honum er hlíft við
beit. Allar sandgræðslugirðingarnar bera þess ljósan vott-
inn. Því að hvar sem farið er um þær, breiðist nýgræðing-
ur svo óðfluga út um blásna og bera jörð, að undrum
sætir.
Orsakir landskemmda.
Orsakir gróðureyðingar hér á landi geta ekki verið nema
með þrennu móti.
I fyrsta lagi getur veðráttan valdið gróðureyðingu, ef
veðurfar breytist til hins verra frá því, er verið hefir.
í öðru lagi getur of mikil beit og hvers konar rányrkja
eytt gróðri.
1 þriðja lagi geta hamfarir náttúrunnar eyðilagt gróður
á ýmsum slóðum með eldgosum og afleiðingum þeirra, svo
sem öskufalli, hraunflóðum og jökulhlaupum.
Hinar þrjár orsakir gróðureyðingar geta ýmist unnið
sarnan eða sjálfstætt. Þegar þær vinna saman, getur verið
erfitt að greina, hver þeirra eigi drýgstan þáttinn í eyð-
ingunni. Og það verður erfiðara sakir þess, að áhrif veðr-
áttunnar eru margþætt, og þau geta líka unnið í öfuga