Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 25

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 25
19 gróðurfeldinum, því að hún kroppar mest umhverfis þau og í þeim, ef þar er nokkur von nýgræðings. Traðkið í moldarrofunum, sem fénaðurinn safnast undir, þegar eitt- hvað er að veðri eða hitar eru miklir, flýtir fyrir upp- blæstrinum. Það er eins og allt hafi lagzt á eina sveif til þess að tortíma gróðri, undir eins og skóganna missti við. Örtröðin á landinu virðist mest fara eftir því, hvernig snjóalögunum er háttað á vetrum. Þar, sem snjór liggur lengi, er landið jafn-grónast og þar er minnstur uppblást- ur. Það er engin tilviljun, að Axarfjörður, ein hin norð- lægasta sveit landsins, er enn viði vaxin milli fjalls og fjöru, og það er heldur ekki tilviljun, sem ræður því, að margir dalabotnar austan lands og vestan eru enn grónir kjarri og skógi. Þar sem snjólétt er, eru skemmdir af völdum uppblást- rar langt um meiri en annars staðar. Þetta hefir þó verið mörgurn dulið, enda hefir tilviljunin hagað því þannig, að uppblástrarins gætir einna mest í sumum móbergshéruð- um landsins. Hefir það valdið því, að margir hafa talið, að móbergsjarðvegi væri langt um hættara við uppblæstri en öðrum. Þetta er ekki rétt ályktun. Þar sem mestur upp- blástur er í móbergshéruðunum, hefir frá alda öðli verið þéttbýli og víðast hvar er þar mjög snjólétt. Landið er flatlent og skjóllaust, en vindar af landi alla jafna þurrir. Munu. allar þessar orsakir, snjóleysi, þéttbýli, flatlendi, skjólleysi og þurrir norðaustan vindar langt um fremur orsök uppblástrar heldur en það, að myndun jarðvegar af móbergi sé um að kenna. Enda eru einhverjar hinar grösugustu sveitir á Norðurlandi, Axarfjörðurinn og Kelduhverfið, á miðju móbergssvæðinu. Það er að vísu ekki hægt að neita því, að ýmis líkindi eru fyrir því, að móbergsjarðvegi sé hættara en öðrum við uppblæstri, en ástæðulaust er að telja það aðal orsök landskemmda. Það hefir verið þjóðarvani hér að kenna óblíðu veðr- 9*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.