Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 26
20
áttunnar og hamförum náttúrunnar um ótal margt, sem
aflaga hefir farið hér á landi. Þegar menn fóru í skóg áður
fyrr, var vaninn að höggva mest, þar sem skógur stóð á
moldarrofum, og hirða hvert sprek og hverja tág af þeirn
einföldu ástæðu, að þetta myndi eyðast hvort eð væri.
Þegar ferðirnar til Ameríku stóðu sem hæst, var það her-
óp sumra, að Island væri að blása upp og við því mætti
eigi sporna. Þegar skógurinn á Hálsi í Fnjóskadal var
ruddur fyrir tæpum tveim öldum, voru þingsvitni að því
leidd, að þetta hefði verið nauðsynlegt, af því að skógur-
inn væri að eyðast og skemmast af sjálfu sér. Mönnum
virðist löngum hafa sézt yfir það, að búpeninguv allur
hlýtur að eiga nokkurn þátt í landskemmdunum.
Vér vitum í raun og veru ekki neitt um tölu búpenings
á landinu, fyrr en um 1700, er Árni Magnússon og Páll
Vídalín tóku saman Jarðabókina. En frá þeim tíma hefir
búpeningur verið talinn öðru hverju fram að 1800, en úr
því er hann talinn flest árin. Framtölin eru samt öll þeim
annmörkum bundin, að tala gripa og fénaðar er of lág,
og getur það eflaust munað miklu frá því rétta. Sem dæmi
um framtal má nefna árið 1903; þá var framtalið sauðfé
um 500.000, en samkvæmt böðunarskýrslum voru hér um
050.000 fjár.
Til fróðleiks er hér tekið upp framtal nokkurra ára,
:>undanfarnar tvær aldir:
Hross Sauðfé Nautgripir
1703—12 26.909 279.812 35.860
1770 32.689 140.056 30.096
1784 8.683 49.613 9.804
1791 17.344 153.551 20.670
1795 22.599 241.171 22.488
1800 28.300 304.198 23.296
1825 32.975 444.503 24.540
1849 37.557 619.092 25.523