Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 27
21
1875 31.775í:) 424.121 20.408*) **)
1900 41.654 469,477 23.596
1925 51.500 563.700 26.300
Tölur þessar eru teknar úr Lýsingu Islands eftir Þorvald
Thoroddsen. Af þeim sést, að búpeningseignin breytist
all-mikið og þó einkum sauðf járeignin. Valda bæði sauðfjár-
sjúkdómar og hallæri oft miklu um sauðfjáreign frá ári
til árs. Móðuharðindin komu þungt niður, en undravert
er, hve búpeningi fjölgar ört að þeim loknum. Eftirtektar-
vert er og, hve tala nautgripa er há árin 1703—12, en hlut-
fallið milli nautgripa og sauðfénaðar er talið að hafa verið
allt annað á fyrri öldum heldur en síðar varð. Þorvaldur
Thoroddsen getur þess til, að nautgripir hafi verið um
100.000 á Sturlungaöld og má það vel vera, en líklegt er,.
að þá hafi sauðfé verið færra að tiltölu en síðar. Að vísu
var prjónles mikil markaðsvara framan af öldum, og hef-
ir það fremur aukið en minnkað sauðfjáreign manna.
Á þjóðveldistímanum hefir tala landsbúa verið miklu
meiri en síðar. Björn M. Ólsen getur þess til, að þá hafi
búið hér 51—68 þús. manns, og að síðar hafi tala íbúa kom-
izt upp í 75—80 þús., er flest var. Aðalatvinnuvegur manna
var kvikf járrækt fram undir 1300, og hefir því búpenings-
eign landsbúa verið mjög mikil framan af. Síðan fækkaði
íbúum og búfé, enda var tala búpenings mjög háð ár-
ferði. í góðærum óx bústofn manna langt umfram það, sem
hóflegt var, en í harðærum féll hann og oft svo mjög, að
af hlauzt manndauði af hor og sulti. Heyfengurinn var
oftast svo lítill, að beitina varð að nota til hins ýtrasta,
en ef hún brást, var sífellt voði fyrir dyrum.
Óhætt mun að fullyrða, að í góðærum hafi búpeningi
fjölgað, svo sem beitin frekast leyfði og menn gátu við
komið. En það þýðir, að beitin hefir ávallt verið notuð
*) Án folalda.
**) Kálfar ekki meðtaldir.