Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Qupperneq 28
22
til hins ýtrasta, eftir því sem ástæður leyfðu á hverjum
tírna. Geta má nærri, hvort slík beit hafi ekki flýtt fyrir
landskemmdum. I niðurlaginu verður vikið að þessu
nokkuru nánara, en hér mun rætt frekara um áhöfn þá, sem
nú er hér á landi og verið hefir undanfarin ár.
Heimildir þær, sem hér eru lagðar til grundvallar, eru
Búnaðarskýrslur Hagstofu íslands. Því miður eru þær langt
frá því að vera örugg og góð heimild, af því að framtal
hefir löngum verið mjög lélegt. Þó eru skýrsiur síðari ára
mun áreiðanlegri en þær, sem út komu fyrir einum ára-
tug\ Þó vantar nokkuð upp á, að hægt sé að treysta þeim
fullkomlega. Það er mjög slæmt, því að annars gæti
skýrslur þessar komið að miklum notum, eins og síðar
verður sýnt.
Tafla sú, sem hér fer á eftir, sýnir heyfeng og búpen-
ingseign landsmanna, samkvæmt Búnaðarskýrslum árin
1930—1939. Enn fremur á hún að sýna fóðurþörf búpen-
ingsins yfir vetrarmánuðina og allt árið.
Heyaflinn er tekinn úr skýrslu ársins á undan, af því
að búpeningurinn er talinn á vorin, en hann hefir lifað á
heyjum ársins áður. I stað þess að telja heyfenginn í hest-
burðum hefir honum verið breytt í fóðureiningar (skamm-
stafað fe) þannig, að 2 kg. töðu og 2,5 kg. útheys er talið
vera 1 fe.
Fjöldi hrossa, nautgripa og sauðfénaðar er tekinn upp
úr skýrslunum þannig að aðeins er talið í hundruðum.
Aftan við dálkana um búpeningseignina er áætluð fóður-
þörf þess fénaðar, sem framgenginn er um vorið, og í
næsta dálki er mismunur fóðurþarfarinnar og þess hey-
fengs, sem til hefir verið handa búfénu. Næst aftasti dálk-
urinn er áætlun um, hve mikið fóðurmagn búféð þurfi allt
árið sér til viðhalds og vaxtar, en aftasti dálkurinn sýnir.
hve mikið fóður fæst af ræktuðu landi.