Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 31
25
geldfé. Lembdum ám eru ætlaðar 100 fe að gjöf, en geldfé
80 fe. Fóðurþörfin á ári er 230 fe, og er þá gert ráð fyrir,
að 50 fe fari til mjólkur, og er geldfé því talið þurfa 180 fe.-
Um áætlun þessa er helzt að segja, að geldneyti fá til-
tölulega mest fóður, en það er gert af ásettu ráði til þess
að hlutur kvígna að fyrsta kálfi sé ekki fyrir borð borinn.
Við áætlun um fóðurþörf húsdýranna allt árið er sumar-
beit dilka alveg sleppt, en hún er áreiðanlega all-mikil. En
þar eð ómögulegt er að meta hana með neinni vissu, er
henni alveg sleppt að öðru leyti en því, er nær til móður-
mjólkurinnar. Geitum er alveg sleppt við talningu búpen-
ingsins; hins vegar verður farið nokkurum orðum um þær
síðar.
Nú skulum vér hugsa oss, að skýrslurnar séu réttar, og
að fóðurþörf sú, sem ráð er fyrir gert, sé nærri sanni. Sam-
kvæmt meðaltali 10 ára er heyaflinn rúmar 90 milliónir le,
— 92.642.000 —, en fóðurþörfin vetrarlangt fyrir allan
bústofninn er á sama tíma nærri 140 milliónir fe, —-
138.320.000 —. Þótt hér sé sagt fóðurþörf vetrarlangt, á
það aðeins við það, hvað sómasamlegt væri að gefa hús-
dýrunum, því að bæði þurfa hross og fé meira fóður vetr-
arlangt en áætlað var, en þeim er ætlað að jafna þann
mismun með beit. Mismunurinn á því, sem aflað hefir
verið af heyjum, og þess, sem gefa hefði átt, er um 45
milliónir fe, 45.678.000. Það eru því ekki nema 2/3 hlutar
þess fóðurs, sem gefa á húsdýrum vetrarlangt, sem aflað
er með heyskap. Það er auðvitað, að ekki er nema nokkur
hluti þessa bættur með fóðurbæti, enda þyrfti um 36
milliónir kílógramma af síldarmjöli til þess að jafna þennan
mismun, en þegar framleiðsla síldarmjöls hefir verið mest
á landi hér, árið 1940, nam hún einmitt um 36 milliónum
kg. Ef vér ættum að fullnægja þörf húsdýranna á landi
hér, samkvæmt útreikningum hér að framan, þyrfti allan
heyskap landsmanna og alla framleiðlu á síldarmjöli eins
og hún hefir mest orðið.
Undanfarin ár munu bændur hafa keypt síldarmjöl, sent