Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 32
26
nú er orðið aðal-fóðurbætirinn, svo að nemur um 5.000.000
fe. Þá eru eftir um 40 milliónir fe af mismuninum milli fóo-
urþarfar vetrarlangt og heyafla. Nú vitum vér, að hrossin
eru oft látin nærast á litlu, og þess vegna getum vér sleppt
þeim alveg í hugleiðingum vorum og dregið frá þessar 400
fe, sem ætlaðar voru hverju hrossi vetrarlangt. En 47.270
hross éta ekki nema 19 milliónir fe með 400 fe gjöf, og þá
verða samt rúmar 20 milliónir fe, sem á vantar til þess,
að vér getum fóðrað nautgripi og sauðfé, eins og ráð var
fyrir gert í upphafi. Ef vér enn drögum frá allt það, sem
geldu sauðfé var ætlað til vetrarfóðurs, en það eru tæpar
15 milliónir fe, þá verða samt eftir rúmar 5 milliónir fe,
sem vantar á, til þess að hægt sé að fóðra nautgripi og
lembdar ær eins og ráð var upphaflega fyrir gert. Verður
því enn að fækka lembdu ánum um 10%, og þá loks er
fóðurbætir og heyafli handa því, sem eftir er, hitt er sett
á guð og gaddinn.
Því miður er ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af
þessu dæmi, sem nú hefir verið rætt, af því hve undirstað-
an er ótraust. Bústofn landsmanna er öllu meiri en skýrsl-
ur herma, en hversu framtal heyafla er, skal ósagt látið
-að sinni.
Það verður samt sem áður ekki skilizt svo við skýrsl-
urnar, hversu ótraust undirstaða, sem þær kunna að vera,
að ekki sé bent á, að mikill hluti bústofns landsmanna
hljóti að vera vanfóðraður, og að treyst sé á vetrarbeit
langt umfram það, sem leyfilegt er. Það er alveg víst, að
hefði komið harður og gjafafrekur vetur á árunum 1930
til 1939, mundi fjöldi hrossa og fjár hafa orðið hordauða.
Það er hörmulegt að svo skuli vera, en þó er annað, sem
er ef til vill enn verra. Það er víst, að bústofn landsmanna
hefir að minnsta kosti síðustu sex aldirnar, og jafnvel
aldrei, verið meiri heldur en á þessu tímabili. Og þar sem
ótvírætt er, að beitin hefir verið notuð til hins ýtrasta,
mun rányrkjan hafa keyrt úr hófi fram. Hafi bústofninn
.á þjóðveldistímanum verið meiri hér á landi en nú, hafði