Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 36
30
reist var í Víðidal upp af Lóni. (Ferðab. I. bls. 76—80 og-
III. bls. 268—70). Þar virtist gnægð gróðrar, þegar menn
settust þar að, en hann var allur upp urinn eftir einn ára-
tug, svo að menn urðu að flýja staðinn. I Arbók Ferðafé-
lags íslands segist Árna Óla svo frá um búskap manna á
Þeistareykjum: „Seinasti ábúandi á Þeistareykjum var
Sigurður afi Friðþjófs Pálssonar ....... Þegar Sigurður
reisti þar bú var þar mjög búsældarlegt og heyjaði hann
ágætlega fyrsta sumarið. En það fór líkt hér og í Víðidal
eystra, að jörðin þoldi ekki búskapinn, og gekk úr sér ár
frá ári, þangað til hún var ekki byggileg og flýði Sigurður
baðan“.
Bæði þessi kot liggja svo hátt, að menn mundu varla.
hygg'ja til búskapar þar nú. Víðidalur er um 450 m og
Þeistareykir um 350 m yfir sjó. En þessi dæmi sýna greini-
lega, að beitarþol gróðrar í þessari hæð hlýtur að vera
mjög lítið. Það er aðeins stigmunur en ekki eðlismunur á
beitarþoli gróðrar í þessári hæð og annars gróðrar, sem
nær liggur sjávarmáli, og er líklegt, að menn telji beitar-
þolið víða langtum meira en það er í raun og veru.
Með því að bera saman gróður á löndum þeim, sem notið
hafa friðunar um fárra ára skeið, og hinna, sem liggja
undir sífelldum ágangi, er auðséð, að hvar sem er á land-
inu, er sá gróður langtum kröftugri, sem friðar nýtur. Þar,
sem fé leikur lausum hala, er gróðurinn jafnan þróttminni,
en búpeningur eyðir ekki gróðri aðeins á þann hátt að éta
hann, heldur eyðileggur hann kannske alveg eins mikið mecú
traðki. Traðk og spark þéttir jarðveginn svo, að hann verð-
ur ófrjórri af því, að loft og vatn fær ekki eðlilega rás um
hann, og ræturnar ná þá ekki eðlilegum þroska. Þar, sem
mikil beit er, verður svörðurinn þunnur og veikur fyrir,
og beitin, ásamt blotum og þíðum á víxl, hefir þær afleið-
ingar, að sár koma á svörðinn. íslenzkur jarðvegur er með
þeim ósköpum, að undir eins og moldin verður ber, er
hætta á, að uppblástur byrji. Jafn skjótt og skriðan er
komin á stað, verður hún ekki stöðvuð, fyrr en allur jarð-