Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 39

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 39
33 veldur líka óbeinum spjöllum, ef hún fellur þykkt yfir deiglendi. Það þornar þá stundum upp og- breytist í þurr- lendi, en því er hættara við uppblæstri en deiglendi. Það mun auðveldast að gera sér grein fyrir, hvaða þátt öskufall eigi í landskemmdum með því að taka dæmi af einhverri sveit, sem orðið hefir fyrir miklum búsifjum af öskufalli, og reyna svo að gera sér ljóst, hvern þátt það eigi í landeyðingu. Eitt hið bezta dæmi, sem völ er á, er Landsveitin í Rangárvallasýslu. Það eru til all-góðar upp- lýsingar um Landsveitina frá því Jarðabókin var saman tekin um 1711. Á þeim tíma, sem liðinn er síðan, hefir Hekla gosið tvisvar, fjórum sinnum hefir gosið í nánd við Heklu, Katla hefir gosið fimm sinnum, og þótt Landsveit- in liggi ekki mjög nærri Kötlu, hefir aska stundum borizt þar yfir, og loks eru Skaftáreldarnir, sem einnig hafa gert nokkurn usla þar um slóðir. Önnur gos eru vart teljandi í þessu sambandi, en fá munu þau héruð vera, sem legið hafci fremur undir skemmdum af öskufalli heldur en þessi sveit. Landsveitin liggur nokkuð hátt yfir sjó, víðast milli 100 og 200 metra. Landið er mjög jafnlent og fátt er þar um skjól af náttúrunnar hendi, nema á litlum bletti undir Skarðsfjalli. Liggur það því opið fyrir norðaustanvindi, en hann er hættulegasta uppblástraráttin á þessum slóðum. Sveitin er um 250 ferkm að flatarmáli, en af því landi eru ekki nema um 110 ferkm grónir. Því miður vitum vér ekki, hve mikill hluti sveitarinnar var gróinn, er Jarðabókin var saman tekin. Uppblástur var þá víða farinn að gera vart við sig, en samt hefir landið verið langtum grónara þá en nú um langt skeið. Bæði voru þá margar jarðir byggðar, sem nú eru í eyði og örfoka, og þess er líka getið, að menn hafi sótt slægjur á staði, sem nú eru uppblásnir. Enn fremur hafa margir bæir verið fluttir til undan upp- blæstri undanfarin tvö hundruð ár. Þegar Jarðabókin er saman tekin í Landsveit, eru liðin 18 ár frá einhverju hinu mesta Heklugosi, er sögur fara af. Samt sem áður er furðu lítið kvartað undan spellum 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.