Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 39
33
veldur líka óbeinum spjöllum, ef hún fellur þykkt yfir
deiglendi. Það þornar þá stundum upp og- breytist í þurr-
lendi, en því er hættara við uppblæstri en deiglendi.
Það mun auðveldast að gera sér grein fyrir, hvaða þátt
öskufall eigi í landskemmdum með því að taka dæmi af
einhverri sveit, sem orðið hefir fyrir miklum búsifjum
af öskufalli, og reyna svo að gera sér ljóst, hvern þátt það
eigi í landeyðingu. Eitt hið bezta dæmi, sem völ er á, er
Landsveitin í Rangárvallasýslu. Það eru til all-góðar upp-
lýsingar um Landsveitina frá því Jarðabókin var saman
tekin um 1711. Á þeim tíma, sem liðinn er síðan, hefir
Hekla gosið tvisvar, fjórum sinnum hefir gosið í nánd við
Heklu, Katla hefir gosið fimm sinnum, og þótt Landsveit-
in liggi ekki mjög nærri Kötlu, hefir aska stundum borizt
þar yfir, og loks eru Skaftáreldarnir, sem einnig hafa gert
nokkurn usla þar um slóðir. Önnur gos eru vart teljandi í
þessu sambandi, en fá munu þau héruð vera, sem legið hafci
fremur undir skemmdum af öskufalli heldur en þessi sveit.
Landsveitin liggur nokkuð hátt yfir sjó, víðast milli 100
og 200 metra. Landið er mjög jafnlent og fátt er þar um
skjól af náttúrunnar hendi, nema á litlum bletti undir
Skarðsfjalli. Liggur það því opið fyrir norðaustanvindi, en
hann er hættulegasta uppblástraráttin á þessum slóðum.
Sveitin er um 250 ferkm að flatarmáli, en af því landi eru
ekki nema um 110 ferkm grónir. Því miður vitum vér ekki,
hve mikill hluti sveitarinnar var gróinn, er Jarðabókin
var saman tekin. Uppblástur var þá víða farinn að gera
vart við sig, en samt hefir landið verið langtum grónara
þá en nú um langt skeið. Bæði voru þá margar jarðir
byggðar, sem nú eru í eyði og örfoka, og þess er líka getið,
að menn hafi sótt slægjur á staði, sem nú eru uppblásnir.
Enn fremur hafa margir bæir verið fluttir til undan upp-
blæstri undanfarin tvö hundruð ár.
Þegar Jarðabókin er saman tekin í Landsveit, eru liðin
18 ár frá einhverju hinu mesta Heklugosi, er sögur fara
af. Samt sem áður er furðu lítið kvartað undan spellum
3