Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 46
38
ustu aldamót, en framan af, og reyndar fyrstu tvo tugi
aldarinnar, eru framkvæmdir hægfara. Þess vegna er ár-
angur starfsemi þessarar eigi kominn svo greinilega í ljós
að allur almenningur viti, hversu þarfan, og hversu mikinn
árangur hún hefir borið.
Sandgræðslan hefir girt og íriðað um 35.000 hektara
lands, sem að mestu var eytt að gróðri eða að skemmast
og blása upp. Uppblásturinn, sem heftur hefir verið á sum-
um sandgræðslusvæðanna, var víða svo mikill, að hann
ógnaði mörgum jörðum og byggðarlögum með algerðri
eyðingu. Nytjar þær, sem fengizt hafa af sandgræðslu-
starfinu, er lítt mögulegt að meta til fjár, en það, sem
vinnst og unnizt hefir, er að 35.000 hektarar ógróins eða
lítt gróins lands eru að klæðast gróðri að nýju. En þetta
iand er um það bil jafnt að flatarmáli og öll tún landsins,
sem talin eru í búnaðarskýrslum árið 1939. Fjölda jarða
hefir verið forðað frá stórskemmdum og mörgum frá eyð-
ingu, og innan sandgræðslugirðinganna má nú heyja ágæt-
is fóður, svo þúsundum hestburða nemur. Girðingarnar,
sem lykja um þessi lönd, eru um 310 km að lengd, og hefir
uppsetning og viðhald þeirra verið aðal kostnaðurinn við
hina miklu landvinninga, sem þegar eru fengnir og fást
á næstu áratugum. En 310 km langar girðingar eru ekki
meiri en þær, sem settar voru upp á einu ári, til þess að
hefta útbreiðslu mæðiveikinnar.
Skógrækt ríkisins hefir eigi náð að girða meira en
um 20.000 hektara lands. Af því landi eru eigi nema tæp-
lega 3.000 hektarar vaxnir skógi og kjarri. Iiitt eru aðal-
lega eyðilönd, sem tekin hafa verið með skóglendinu, þar
sem vel hefir hagað .til, eins og í Þjórsárdal, en þar voru
um 13.000 hektarar lands ógrónir að mestu. Stendur því
líkt á um þau og lönd sandgræðslunnar. En með starfi
skógræktarinnar hefir verið sýnt fram á, að víða um land
allt er auðvelt að fá úr sér gengið beitikjarr til þess að
mynda sæmilega birkiskóga á 3—4 áratugum. Þannig hafa
stór svæði á Ilallormsstað og Vöglum breytzt í ágætt skóg-