Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 49
Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri:
Viðaröxi og sauðartönn.
Öllum er kunn raunasagan um íslenzku skógana, og flest-
ir munu á einu máli um það, að fyrirhyggjulítil viðar-
tekja, kolagerð og gripabeit hafi valdið mestu um gereyð-
ing þeirra. Þó að kolagrafa kumblin sé einkum illræmd,
virðist þó ýmislegt benda til þess, að tjón það, sem viðar-
öxin hefir unnið á íslenzkum birkigróðri sé smámunir hjá
tjóni því, sem sauðartönnin hefir valdið og veldur. Það
skiptir máske ekki miklu máli hvor þessara tveggja skað-
valda hafi unnið skóginum meira tjón, ef framtíð hans
og skóggræðslunnar yfirleitt, væri ekki undir því komin, að
við vissum á þessu full deili, svo að við höggvum eigi þar,
sem hlífa skyldi.-------
Það vekur furðu margra, er fara um Fljótsdalshérað,
einkum Fljótsdalinn, að sjá flest allar bergsyllur og hamra-
brúnir kögraðar skógi, og það oft ærið stórvöxnum, þó að
hann á stundum virðist vaxinn út úr berum klettinum.,
Brekkurnar fyrir ofan og neðan eru algerlega firrtar öll-
um skógargróðri, þó að margfalt frjósamari séu. Ég veitti
þessu sérstaklega athygli í Valþjófsstaðarfjalli. Þar er
þessi „hamraskógur“ býsna mikill og margar hríslurnar
ótrúlega þroskavænlegar. Oft féllu þessi tré annað hvort
fyrir ellisakir eða brotnuðu undan snjóþunga. Hrísl-
umar, sem eftir urðu, fóru þá að vaxa þeim mun meira, og
nýgræðingurinn beið jafnan eftir vaxtarrýminu og sól-
inni, og syllan varð jafn skógivaxin og áður. Á hverju
sumri finnast skógarplöntur hundruðum saman í brekk-