Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 51
43
1938 var tekið enn stærra land til friðunar. Árangur frið-
mnarinnar er þegar kominn í ljós. Hvarvetna þýtur skóg-
urinn upp. Sumpart upp af fornum rótum, sumpart af
fræi frá þeim skógi, er vaxið hefir upp síðan 1927. Hér
heíir ekkert verið gert nema að friða landið og virðist það
nægilegt. Á tveim stöðum varðveittust leifar hins forna
Eiðaskógar. Á bergsyllu niður við Lagarfljót og í Eiða-
hólma. Ástæðan er auðsæ. Báðir þessir staðir reyndust
sauðum Eiðabónda full torsóttir. Hólminn er í Eiðavatni,
ræpar fjórar vallardagsláttur að stærð. Hann er allur vax-
inn birki og víði, auk mjög fjölbreytts lággróðrar. Reyn-
ir vex einnig í Ilólmanum, enn fremur nokkur barrtré, er
gróðursett voru fyrir all-mörgum árum og eru nú hin
þroskavænlegustu. Hólminn var grisjaður 1911. Eru
hríslurnar 6—7 metra háar og alls staðar á milli þeirra,
þar sem grisjað var, er kominn grózku mikill nýskógur,
axlar- til mannhæðar hár. Þarf því ekki að örvænta um
framtíð skógarins í Hólmanum, þó að gömlu hríslurnar
.séu farnar að láta ásjá, einkum vegna maðks, er sótt hef-
ir á þær síðustu árin.
Ég hefi það eftir gamalli konu, er dó fyrir nokkurum
árum, þá fjörgömul, að hún mundi ekki til, að nokkur skóg-
ur hafi verið í Eiðahólma, er hún var að alast upp. Þá
hefir einn af elztu nemendum búnaðarskólans sagt mér,
að þegar hann kom í Eiðahólma sumarið 1883, hafi verið
mittis kjarr í Hólmanum. Maður þessi kom í Hólmann
síðastliðið sumar og furðaði sig mjög á þeim stakkaskipt-
um, sem hann hafði tekið.
Ilvort tveggja þessara vitnisburða — bornir saman við
núverandi útlit birkígróðrarins í Hólmanum — virðist ó-
tvírætt benda til þess, að Hólminn hafi verið höggvinn,
berhöggvinn eins og annað skóglendi umhverfis Eiða. Eng-
in ástæða er heldur til þess að ætla annað. ísinn á vatn-
inu gerði viðartekju enn auðveldari þar en annars staðar
í Eiðalandi. Hvað veldur þá því, að þar skuli vera eini
staðurinn, þar sem hinn forni skógur hefir varðveitzt?