Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 52
44
Ástæðan er auðsæ — gripstönnin náði ekki til nýgræð-
ingsins. Skógurinn óx upp — nýrri og kraftmeiri — í
hvert skipti, sem hann var eyddur. Viðaröxin ein gat ekki
eytt skóginum, hversu skaðsamlega, sem hann var höggv-
inn.
Á Fljótsdalshéraði finnast all-víða skógarleifar — eink-
um um Miðhéraðið austan Lagarfljóts. Skógar þessir eru
óvarðir, nema Hallormsstaðarskógur. Þeir eru nokkuð
höggnir og er skógarhögginu hagað þannig, að skógurinn
er grisjaður, en ekki rjóðurhöggvinn.
Tvennt virðist mér einkenna þessa grisjuðu skóga. —
Þeir eru yfirleitt rytjulegri en þétti, ógrisjaði skógurinn,
þó að trén sé eitthvað gildari — og nýgróður sést varla.
Skógarmaðkurinn í'æðzt fremur á grisjaða skóginn en
þykknið, og grisjunin greiðir gripunum veg um skóginn
og þeir hirða ungskóginn jafnskjótt og á honum bólar.
Þarf engum getum að því að leiða, hver örlög bíða slíks
skógar.
Gripirnir eru ótrúlega fundvísir á birkiteinungana, eink-
um virðast lömbin sólgin í þá á sumrin. Vetrarbeitin er
og háskaleg. Hestar skaðbíta einnig birkihríslur. Jafnvel
þótt nokkuð þroskaðar séu.
Þó að framan greindar athuganir sé á víð og dreif,
virðist mega draga af þeim eftirtaldar niðurstöður. í fyrsta
lagi: Ekki þarf annað en að friða landið fyrir ágangi bú-
fjár, til þess að þar vaxi skógur að nýju, ef áður hefir
vaxið þar skógur og rætur hans lifa enn í jörðinni, og
virðast þær gera það ótrúlega lengi. Eins nægir það, ef
skógur ber fullþroskað fræ, eigi all-fjarri þeim stað,
sem friðaður er. í öðru lagi: Skógarhögg hefir ekki eytt
skóginum til langframa, heldur gripabeitin. I þriðja lagi:
Grisjun óvarinna skóga er tortíming þeirra — jafnvel
enn fljótvirkari eyðing en meðan skógurinn var rjóður-
felldur og brenndur til kola. Ógrisjaði skógurinn friðar
sig sjálfur. Gripirnir komast ekki um þykknið til þess að