Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Qupperneq 55
45
Iiirða nýgræðinginn. Þeir verða að láta sér nægja að bíta
nann í rjóðrunum.
Ef þessar niðurstöður eru réttar, er augljóst, að ekki
•má halda áfram að grisja hina óvörðu skóga okkar eins
og gert hefir verið. Ef haldið er áfram að höggva skóg-
inn, og virðist engin ástæða til að amast við því, verður
heppiiegast að afgirða einhvern blett í skóginum og friða
hann algerlega — berhöggva hann svo að mestu leyti,
en ungskógurinn er auðvitað skilinn eftir, og þau tré, er
þroskamest eru og fræ bera. Girðingin stendur svo óhreyfð,
unz ungskógurinn er vaxinn svo úr grasi, að gripstönnin
fær ekki unnið á honum, þá er hún flutt á annan stað og
þannig koll af kolli. Girðing þessi ætti að vera mjög vönd-
uð í upphafi, svo að ending hennar yrði sem mest. Ef
tími sá, er fer í það að tína eina og tvær hríslur í stað
víðs vegar um allan skóg, eins og þegar grisjað er, væri
metin til peninga, myndi fljótlega vinnast upp kostnað-
urinn við girðinguna. Sé skógurinn sæmilega þéttur og
þroskaður, þarf girðingin ekki að vera ýkja löng til þess,
að nægilegur skógur til venjulegra heimilisnota fáist inn-
an hennar.
Fjárpestagirðingarnar skipta nú hundruðum kílómetra.
Ef takast skyldi að ráða niðurlögum pestanna, svo að girð-
ingar þessar yrði óþarfar, væri æskilegt að Skógrækt ríkis-
ins og Skógræktarfélag íslands fengi allt nothæft girð-
ingarefni til umráða. Girðingarefnið yrði svo selt eða leigc
við vægu verði og góðum afborgunarskilmálum til þess aö
friða skóga, sem verið er að höggva, og friða skóglaust
land, svo að skógur vaxi upp af nýju, hvort heldur upp
af fornum rótum eða til hans er sáð. Á þennan, einfalda
■og tiltölulega kostnaðarlitla hátt, getum við á einum manns-
aldri fyllt dalina skógi á ný.