Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 56
Sveinbjörn Högnason:
Gróður og eyðing.
Útvarpserindi flutt á Bændavikunni 1942.
Góðir áheyrendur!
Eitt af því, sem er að verða nokkurs konar viðkvæði á
þessum styrjaldartímum, er það, að ekki sé hægt að vinna,
— að vonlaust sé að sigra, nema með sókn. — Að kyrr-
staðan og vörnin ein geti aldrei leitt til sigurs. — Það er
í raun og veru viðurkenning á þeim orðum skáldsins, sem
sagði:
„Það er svo bágt að standa í stað,
og mönnunum munar
annað hvort aftur á bak,
ellegar nokkuð á leið“.
Lífið allt er átök milli tveggja afla, — afla gróðrar og
eyðingar. Og það er ekki lítið undir því komið, hvort þess-
ara afla er styrkt til sóknar, bæði í andlegu lífi einstak-
linga og þjóða, — og í hinni ytri umbóta- og athafnabar-
áttu, sem fram fer í löndunum.
Landið, sem vér byggjum, bregður mörgum ljósum mynd-
um af þessari baráttu gróðrar og eyðingar upp fyrir augum
vorum, hvort heldur vér lítum yfir sögu þess — eða þann
svip, sem það ber. Sagan segir oss, að hér hafi gróðuröflin
skipað öndvegi, er fyrstu forfeður vorir komu til landsins.
Víðast var það skógi vaxið milli fjalls og fjöru, og gróður
þess og nytjar miklar. En eyðingaröflin voru líka mikil-