Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Síða 57
47
virk. Eldgos, uppblástur og ágangur vatna, herjuðu á f
margar aldir, og það sem verst var, og máske skipti mestu:
máli um, hvernig fór: landnemarnir og afkomendur þeirra.
gengu í lið með eyðingaröflunum oft og einatt, og um
margar aldir, gegn gróðri landsins. Þeir hjuggu skógana,
þar sem náttúran hlífði þeim, og þeir stofnuðu til rán-
yrkju gagnvart gróðri og nytjum landsins á margvíslegan
hátt. Þar lýsir Einar Benediktsson rétt þeirri afstöðu for-
feðranna til gróðrar landsins, er hann segir:
„Um langar styrjaldir hyrjar og höggs
bar höndin ráns hina blikandi öx
og stofnar og kvistir af iðinni önn
í eldanna kesti hlóðust“.
Landið, eins og vér þekkjum það, var víðast orðið nakið
og bert. Skógarnir að mestu horfnir, mörg gróðursæl
byggðin eydd og örfoka auðnir á stórum svæðum. Þannig
hafði gróðri landsins vissulega þokað aftur á bak, meðan
þjóðin, sem landið byggði, tók þátt í og styrkti sókn eyð-
ingaraflanna gegn gróðri landsins á margan hátt.
Merkustu aldahvörfin í gróðursögu landsins eru þvf
vissulega þau, er þjóðin snýr sókn sinni í lið með gróður-
öflum landsins og gerist ræktunarþjóð í stað rányrkju. —
Þegar hún tekur að skilja, hver þáttur hennar sjálfrar er,
og á að vera, í þeim átökum, sem í náttúru landsins fara
fram, milli lífs og hels, gróðrar og auðnar. Og það er í raun
og veru undravert, hve sú sókn hefir borið mikinn árang-
ur á jafn skömmum tíma, eins og um er að ræða í þessu
tilliti. Ræktunarlöndin hafa margfaldast, þegar litið er til
þeirrar uppskeru, sem þau gefa nú. Heil landssvæði hafa
unnizt og eru að gróa, þar sem uppblástur eyddi áður,
hin fyrstu stóru átök er verið að gera til að verjast ágangi
vatnanna, og all-mikið hefir þegar áunnizt. Mun Djúpós-
íyrirhleðslan vera þar stærsta átakið, sem vann heila byggð
úr helfaðmi vatnanna, sem þau voru að eyða. Og Markar-