Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Síða 61
49
landinu, og mörg bændabýli sýna, hvað vinna má, ef atorku
og vilja er beitt. Trjálundar hafa risið þar um sum býl-
in á síðari árum. Og er garðurinn í Múlakoti ljós-
ast dæmi um bað, hve fljótt og vel má ná árangri með
gróðuröflum í þeim efnum. Þar er nú að rísa stór skóg-
ræktarstöð, á vegum Skógræktar ríkisins, og þúsundir af
plöntum fara þaðan árlega til gróðursetningar víðs vegar
um iandið.
Uppblástrarsvæði, sem var ægisandur einn fyrir örfá-
um árum, er þegar friðað, og á góðum vegi með að ganga
i þjónustu gróðrarins á ný. Fyrirhleðslur vatnanna
haí'a fært gróðrinum sigra, eins og getið var, og gefa fyrir-
heit um miklu meira í framtíðinni. Akrar blómgast þarna
á ný, og frjóöflin, sem áður voru í þjónustu eyðingarinnar,
verða máske beizluð, og þau látin styrkja gróðurinn og
ræktunina með áveitum, og sem orkugjafar.
Slík má sjálfsagt mörg dæmi nefna víða um landið,
um staði og sveitir, sem opna slíka útsýn, bæði aftur í
tímann og inn í framtíðina, um þessi átök, um þá sókn, sem
verið er að heyja og harðna þarf. Ég nefni þetta aðeins,
sem ég sé daglega fyrir augum mér. Vér megum ekki
gleyma því, að vér eigum náttúruauðugt og frjósamt land,
*en einnig land með hörðum eyðingaröflum og ágengum,
og það er þjóðin sjálf, sem ákveður, hvort sigra skal.
Tímar þeir, sem nú ganga yfir þjóð vora, eru vel til þess
íallnir, að vekja oss til alvarlegrar íhugunar um þessi efni.
Þeir eru hættulegir og þrungnir eyðingaröflum, hvert, seni
litið er. Það gildir vissulega líka vora eigin þjóð. En jafn-
hliða flytja þeir frjómögn með sér, ef þjóðin kann að hag-
nýta þau og temja í þjónustu sína. Að því leyti eru þeir
•ekki ósvipaðir árstraumnum, sem eyðir, ef ekkert er gert
til að hemja hann og beina honum til réttra farvega, en
getur, sé hann beizlaður og taminn, styrkt gróðursæld og
.aukið lífsskilyrðin í ríkum mæli.
Vér erum svo gæfusamir, að þurfa ekki að hefja sókn
-.í þeim styrjaldarátökum, sem nú spenna heim allan helj-