Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Blaðsíða 62
50
artökum, — en vér höfum margfalda möguleika til að hefja
sókn gróðrar gegn eyðingu, bæði í andlegu og efnalegu
lífi þjóðarinnar, og þeir möguleikar mega ekki vera ónot-
aðir.
Þjóðin má ekki gleyma sjálfri sér og framtíð sinni, og
verða eyðingaröflum þess fljóts, sem yfir hana fer, að
bráð, heldur sækja fast á með gróðri og ræktun landsins, og
stuðla að því nú, meira en nokkuru sinni fyrr,
að sú komi tíð, er sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllist, akrar hylji móa
brauð veiti sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vaxi í lundi nýrra skóga.
Það er sóknin til sigurs, sem íslenzka þjóðin verður a5
hefja.
Undanhaldið, sem nú er að byrja, frá atvinnuvegum,
ræktun og umbótum landsins, verður að snúast í sókn. Þar
eru vorar vígstöðvar enn í dag, og á þeim mun verða gert
út um, hvort þjóð vor verður sigrandi þjóð og vax-
andi, eða hún verður loks eyðingaröflunum að bráð og þao
fyrr en oss varir. — Hver ræktunarblettur, hver skóg-
arlundur, hvert landssvæði, sem vinnst úr auðninni, fyr-
ir gróðurinn, hver orkustöð, og hver hagnýting gróðurafla
landsins eru sigrar, sem fagna ber. Og þeir eiga að verða
fleiri og stærri á komandi árum.
Þá mun þjóðin aldrei týna sjálfri sér, hvað sem yfir kann
að ganga í næstu framtíð og á ókomnum árum.