Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Blaðsíða 63
Einar E. Sæmundsen:
Samtíningur úr sögu skóganna
að fornu og nýju.
1 Mælifellsannál stendur þessi klausa við árið 1688:
„Jón Þorgrímsson prestur á Stað í Kinn fór í skóg með
nokkura menn að afla sér viðar, en á heimleið varð fyrir
þeim skógarhrísla, og er prestur sér hana mælti hann:
,,Þessa hríslu má hafa til einhvers og skulum við höggva
hana upp“. ,,Ég vil gera það“, sagði maðurinn, sem með
presti var. „Nei“, segir prestur, „ég vil gera það sjálfur“.
Sté hann af baki og í fyrsta höggi hljóp öxin í læri prest-
inum og varð sár mikið og hættulegt. Lá prestur lengi
síðan“.
Séra Jón var prestur að Stað 1679—1722. Hann var afi
séra Jóns Þorgrímssonar, er sat að Hálsi í Fnjóskadal
1739—1795, og ósleitilegast vann að ,,hreinsun“ Hálsskóg-
ar, sem frægt er orðið; er sú saga rakin nánara í Ársritinu
1939 (sbr. bls. 15—18).
Skógaspjöll í Skagafirði.
Fram á 17. öld voru enn all-miklir skógar í Skagafjarð-
ardölum, einkum Austurdal, er urðu fyrir óvæntum spjöll-
um árið 1612, að því er Skarðsárannáll getur.
„Regn stór fyrir Jónsmessu um sumarið. Jarðfellis ó-
gangur í Austurdölum í Skagafirði, eyddust nær 2 bæir,
fórst með af peningum, hlupu fram yfrið miklir skógar,
rak af beim viði ofan í Hólm og víðar um Skagaf jörð, því
að Héraðsvötn stemmdi upp“.
4: