Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 68
Hákon Bjarnason:
Starf Skógræktar ríkisins 1941.
Árið 1941 var mikið starf unnið á sviði skógræktarmála.
Fjárveiting var upphaflega aðeins 40.000 krónur, en svo
var bætt við hana 30.000 krónum og síðar nokkuru meiru,
svo að alls var um kr. 90.0000 varið til skógræktarfram-
kvæmda þetta ár.
Þann 22. janúar var sérstakur skógarvörður settur á
Vesturlandi, en bústaður hans er eigi fastákveðinn ennþá.
Sem stendur býr hann á Gljúfurá í Borgarfirði, en jafn-
skjótt og hentugt aðsetur fæst handa honum mun hann
flytja. Eru nú 4 skógarverðir á landinu, einn í hverjum
landsfjórðungi, og var þess mikil þörf að svo yrði.
Friðunarstarfsemi.
Snemma árs var skóglendið á Melum í Fnjóskaaal keypt,
en það liggur sunnan við Þverárskóg og Stórhöfðaskóg. —
Kaupverðið var kr. 900.00. Stórhöfði og Þverárskógur kost-
uðu kr. 1700.00 fyrir fáum árum. Síðan var suðurhluti
Skuggabjargaskógar lagður við þessa skóga. Voru þeir
girtir í sumar með 4.300 metra girðingu, en Fnjóská ver
á einn veg á 4.5 km. löngu svæði. Landið innan girðingar
er um 500 ha., og eru um 400 ha. af því landi með birki-
gróðri, þótt hann sé víða mjög lágvaxinn. Stórhöfðaskógur
er um 50 ha. og allur hávaxinn. Hann stendur víða í mikl ■
um bratta, en sum trjánna ná engu að síður 6—8 m. hæð.
Þverárskógur innan girðingar er nálægt 200 ha. að flat-
armáli. Hann er rnest megnis kjarrskógur og stórar eyð-