Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 71
59
meira en undanfarin ár. í Sigríðarstaðaskógi féllu 415
liestburðir, en þar hefir lítið verið grisjað áður. 285 hest-
burðir af viði voru brenndir til kola á Vöglum og í Sig-
ríðarstaðaskógi. Á þann hátt fengust 3600 kg. viðarkola,
sem aðallega hafa verið seld til svína- og hænsnafóðurs í
Reykjavík og nágrenni.
Byggingar.
Á jörðum Skógræktarinnar var lítið unnið að bygging-
um, nema lokið var ýmsu, sem enn var ófullgert á Vögl-
um, og á Skriðufelli varð að reisa nýtt fjós, þar sem hið
gamla var með öllu ónýtt orðið. Nokkur af húsum Skóg-
ræktarinnar voru máluð að utan.
Eftirlitsferðir.
Skógarvörðurinn á Austurlandi fór eftirlitsferð suður í
Lón, Hornafjörð og Suðursveit. Skógarvörðurinn á Vestur-
landi fór víða um Borgarfjörð og Mýrar og snögga ferð
vestur í Dali. Skógarvörðurinn á Norðurlandi fór eina
ferð í Aðaldalshraun. Leiðbeint var um sáningu og plönt-
un á Siglufirði og við Laugaskóla. Skógræktarstjóri kom
víða við á ferðum sínum og leiðbeindi um ýmislegt við-
víkjandi trjá- og skógrækt.
Ýmsar framkvæmdir.
Framræsluskurðir voru grafnir á síðastliðnu sumri í
Ormstaðamýri og Atlavíkurmýri á Hallormsstað. Voru
þær báðar votlendar mjög en mikið af birkinýgræðingi var
komið út um allar mýrar. Sá nýgræðingur átti erfitt upp-
dráttar sakir vætu, en með framræslu eiga mýrar þessar
að geta klæðzt þéttum ungskógi á fáum árum.
í Þjórsárdal rannsakaði Steindór Steindórsson mennta-
skólakennari gróður á vikrum, söndum og í hraunum.
Eru þær rannsóknir gerðar til þess, að hægt sé síðar meir
að fá hugmynd um, hve ört landið grær upp og hvaða
.gróður sé fyrstur að nema land að nýju. Með rannsóknurn