Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 72
60
á þessum slóðum með hæfilegu millibili má án efa afla
merkilegra upplýsinga um uppgræðslu landsins. í Þjórsár-
dal voru gerðar lítilsháttar tilraunir með að auka gróð-
urinn á vikrunum með tilbúnum áburði. Árangur af þvf
kemur eigi í ljós fyrr en að sumri, en þó mátti í haust
sjá all-mikil áhrif af köfnunarefnisáburði. Var mjög
greinilegt, að hann flýtir fyrir uppgræðslu þar sem ein-
hver gróður er fyrir. Gróðri í Þjórsárdal hefir farið all-
mjög fram þau 3:1/2 surnar, sem friðunarinnar hefir notið.
En næstu 2—3 árin mun árangur friðunarinnar verða
langtum greinilegri, því að milliónir á milliónir ofan af
smáplöntum, sem enn eru lítt sýnilegar, eru á víð og dreif
um allan dalinn.
Skógarkvikmyndin „Þú ert móðir vor kær“ hefir verið
sýnd um 6000 áhorfendum víðs vegar um land, og þrátt
fyrir ýmsa galla, sem á myndinni eru, hefir hún vakið
áhuga margra á trjá- og skógrækt. Myndin hefir án efa
orðið til mikils gagns fyrir skógræktina hér á landi, og nú
verður haldið áfram að auka og bæta við myndina næstu
árin, unz hún getur orðið góð fræðslumynd um alit, sem.
að trjárækt og skógrækt lýtur.