Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Síða 73
Skýrsiur skógræktarfélaga 1941.
Skógræktarfélag íslands.
Sakir fráfalls M. J. Magnúss læknis verður skýrslan
um störf Skógræktarfélags fslands eigi eins ítarleg og
orðið hefði, ef hans hefði notið við. Hætt er við að ein-
hver atriði kunni að gleymast og eru félagar beðnir að
virða það á betri veg.
Á árinu 1941 dóu þessir félagar:
Æfif élagar:
Elly Eiríksson, frú, Steinahlíð, Reykjavík.
Ludvig Kaaber, bankastj., Reykjavík.
Maggi Júl. Magnús, læknir, Reykjavík.
Félagar:
Ágúst Lárusson, málarameistari, Reykjavík. •
Axel Ketilsson, kaupmaður, Reykjavík.
Björn Jónasson, bóndi, Kjarvalsstaðir, Skagafirði.
(f 1940).
Gísli Pálmason, bóndi, Bergstaðir, A.-IJún.
Georg Ólafsson, bankastjóri, Reykjavík.
Jón Jónsson, fyrrv. lögregluþjónn, Laug, Árnessýslu.
Einn eða tveir hafa sagt sig úr félaginu og fáeinir hafa
ekki hirt póstkröfur með Ársritinu, sem sendar voru, en
ekki verður um það sagt að svo stöddu, hvort þeir hverfi
úr félaginu.
Félaginu hafa bætzt nýir meðlimir árið 1941 og eru það
þessir: