Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Blaðsíða 75
63
Sigríður Sigurðardóttir, frú, Reykjavík.
Sigurbjörg Jónsdóttir, kennari, Reykjavík.
Sigurður Jónsson, forstj., Reykjavík.
Sigurður Pétursson, skipstj., Reykjavík.
Skógræktarfélag Austfjarða.
Skúli Guðmundsson, alþm., Hvammstanga.
Steingrímur Jónsson, rafm.stj., Reykjavík.
Svava Þórhallsdóttir, frú, Reykjavík.
Svavar Jóhannsson, sýsluskrifari, Patreksfirði.
Svanhildur Ólafsdóttir, cand. phil., Reykjavík.
Sveinbjörn H. Pálsson, vélvirki, Reykjavík.
Vigfús Guðmundsson, rithöf., Reykjavíii.
Þórður Þorbjamarson, Leifsg. 20, Reykjavík.
Þorsteinn Loftsson, vélfræðiráðunautur, Reykjavík.
Þorsteinn Þorsteinsson, skipstj., Reykjavík.
Félagar voru við áramótin um 700, en all-margir hafa
bætzt við síðan. I héraðsskógræktarfélögunum eru um
600—700 manns, og eru því um 1300—1400 manns víðs-
vegar um land allt í samtökum skógræktarfélaganna.
Stjórn félagsins hélt 6 fundi á árinu. Mál, sem voru
rædd, og síðar unnið að, voru meðal annars þessi: Sam-
þykktir voru gerðar um vörzlu sjóða félagsins og þeim
svo komið fyrir samkvæmt því. Friðun Heiðmerkur var
oft rædd og útvarpskvöld félagsins, sem var 2. maí, var
að mestu helgað þessu máli. Snemma sumars festi félagið
kaup á miklum birgðum af gaddavír, sem nægja á í 24
km. Félagið réðst í þessi kaup upp á von og óvon, en ýmsir
góðir Reykvíkingar hafa hlaupið undir bagga með fé-
laginu, svo það mun geta gefið Reykjavíkurbæ
nægilegan vír í alla girðinguna. Friðun Heiðmerkur hefir
verið rædd við borgarstjóra, sem hefir sýnt félaginu sér-
staka velvild og skilning. Enn fremur hefir félagið lagt
drög fyrir girðingarstaura, svo væntanlega mun ekki standa
á girðingarefni, ef Reykjavíkurbær sæi sér fært að ráðast
í að framkvæma verkið. Hákon Bjarnason.