Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 80
66
Skógrækíaríéiag Skagfirðínga.
Ilelztu framkvæmdir voru þessar: 1 Varmahlíð voru
sléttaðir um 400 ferm. lands og gróðursett 200 birki á
þeim stað. A!ls voru gróðursettar og fluttar til um 550
plöntur í Varmahlíð. Þar var haldið gróðursetningarnám-
skeið 25.—28. maí, og voru þar 8 þátttakendur auk þess,
sem sundnemar frá Varmahlíð komu þar nokkurar stundir.
Ýmsir lögðu fram vinnu og drjúga hjálp, og var Birna Páls-
dóttir frá Jaðri fremst í flokki. Verkfærakoíi var reistur
í Varmahlíðarreitnum. f Birkihlíð var unnið dálítið land
og búið undir gróðursetningu. Þar var einnig haldið 3.
daga námsskeið og komu þangað 9 manns. í báðum reitun-
um var grasrót hreinsuð frá áður gróðursettum plöntum,
og sáð reyni- og bjarkarfræi í beð.
Plöntur voru sendar á nokkura staði, þar sem áður hafði
vei'ið gróðursett og dafnað vel.
Umsjón með störfum öllum og hirðingu alla annaðist
Guðrún Sveinsdóttir, kennslukona í Staðarhreppi.
Guðrún Þ. Sveinsdóttir.
Skógræktarfélag Borgfirðinga.
Félagið hafði ákveðið að gera að minnsta kosti eina
skógargirðingu á árinu og hafði ákveðið land það, er girða
átti. Úr þessu gat þó ekki orðið, vegna þess að loforð fyrir
girðingarefni brugðust algjörlega. Ilið sama er að segja
um birkifræ og sáningu þess.
Útvegaðar voru birkiplöntur og nokkuð af reyniplönt-
um til félagsmanna.
Úr græðireit félagsins að Hvanneyri voru teknar all-
margar birkiplöntur og dreifplantað. Mjög mikið var tekið
af smábirki úr sama reit í haust, og þær grafnar í sandi